Markaðurinn
Bako Ísberg býður upp á Rational námskeið um land allt
Bako Ísberg býður fagmönnum á námskeið í næstu viku um land allt. Ferðin hefst á Selfossi og endar á Akureyri með viðkomu á Egilsstöðum, en þar munn enginn annar en Fredrik Lindström yfirmatreiðslumaður Rational í norður Evrópu vera með námskeið um allt það nýjasta og helsta sem þessir vinsælustu gufusteikingaofnar í heimi hafa upp á að bjóða.
Með honum í för er Þorbjörn Ólafsson matreiðslumaður og viðskiptastjóri frá Bakó Ísberg.
Fredrik Lindström þekkja margir en hann hefur verið hjá Rational um árabil, hann mun fara yfir helstu þætti ofnsins og helstu nýjungar, hann mun að sjálfsögðu elda og lofum við góðri og fróðlegri skemmtun.
Hvert námskeið er um það bil ein og hálf klukkustund og endar það með smakki og spjalli.
Hér má ská lista yfir námskeiðin:
Selfoss
Vinaminni þann 28. mars klukkan 15.30
Egilsstaðir
Hótel Valaskjálf 29. mars klukkan 12.00
Akureyri
Veitingastaðurinn Strikið 30. mars klukkan 09.00
Skráning fer fram hjá Bako Ísberg í síma 595-6200 eða hjá Þorbirni í síma 8536020 eða á netfangið [email protected]
Námskeiðið er ætlað þeim sem eiga Rational ofn eða eru að spá í að kaupa slíkt tæki og fyrir alla áhugasama
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur