Markaðurinn
Bako Ísberg afhendir Yuzu glænýtt eldhús – Myndir
Nú styttist heldur betur í að veitingastaðurinn Yuzu opni.
Við hjá Bako Ísberg erum gríðarlega stolt og ánægð með þetta skemmtilega krefjandi verkefni en mikill metnaður var lagður í hönnun á eldhúsinu.
Hér á myndum má sjá Örn sölufulltrúa okkar afhenda Hauki Má Hauksyni yfirmatreiðslumanni staðarins nýja eldhúsið.
Í eldhúsinu finnst hinn fullkomni 10 skúffu RATIONAL AG gufusteikingarofn ásamt japönsku Kolagrilli.
Hvernig staður er Yuzu?
Yuzu er hamborgarastaður undir austurlenskum áhrifum, til viðbótar við hamborgarana verður boðið upp á smárétti sem eru tilvaldnir til að deila. Yfirkokkurinn og einn af eigendum staðarins er Haukur Már Hauksson áður yfirkokkur á Grillmarkaðnum.
En hvað er Yuzu?
Yuzu er sítrusávöxtur frá Asíu, sem er á stærð við sítrónu, en örlítið beiskari, ávöxsturinn mun spila stórt hlutverk í matseðlinum okkar þar á meðal heimagerða Yuzu mayjonesið okkar og í mareneringum. Við hvetjum alla til að fylgja Yuzu veitingastaðnum hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður















