Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bakað býður upp á bakkelsi fyrir brottfararfarþega – Gústi bakari: „viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar“
Kaffihúsið og handverksbakaríið Bakað hefur opnað í verslunar- og veitingarými Keflavíkurflugvallar, en fyrr í sumar opnaði Bakað á innritunarsvæðinu á 1. hæð flugvallarins. Þar er meðal annars boðið upp á samlokur, pizzur, heilsusamlega safa, salöt, gómsætt bakkelsi og rjúkandi heitt kaffi.
„Við erum mjög ánægð að geta boðið brottfararfarþegum upp á nýbakað brauðmeti og annað góðgæti á leið þeirra úr landi. Við opnuðum í innritunarsalnum fyrr á þessu ári og hafa viðtökurnar verið ótrúlega góðar,“
segir Ágúst Einþórsson eða Gústi bakari, sem er hugmyndasmiður að vöruframboði Bakað.
„Farþegum á flugvellinum hefur fjölgað töluvert á síðustu mánuðum og mikilvægt er að tryggja að allir í þessum stóra hópi finni eitthvað við sitt hæfi í flugstöðinni, bæði í brottfarar- og innritunarsal.
Vöruúrval Bakað hentar farþegum á leiðinni í flug sérstaklega vel og það er því frábært að búið sé að opna Bakað í brottfararsal. Þannig getum við bætt upplifun farþega og aukið við þjónustu á vellinum,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Myndir: Isavia

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?