Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bakað býður upp á bakkelsi fyrir brottfararfarþega – Gústi bakari: „viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar“
Kaffihúsið og handverksbakaríið Bakað hefur opnað í verslunar- og veitingarými Keflavíkurflugvallar, en fyrr í sumar opnaði Bakað á innritunarsvæðinu á 1. hæð flugvallarins. Þar er meðal annars boðið upp á samlokur, pizzur, heilsusamlega safa, salöt, gómsætt bakkelsi og rjúkandi heitt kaffi.
„Við erum mjög ánægð að geta boðið brottfararfarþegum upp á nýbakað brauðmeti og annað góðgæti á leið þeirra úr landi. Við opnuðum í innritunarsalnum fyrr á þessu ári og hafa viðtökurnar verið ótrúlega góðar,“
segir Ágúst Einþórsson eða Gústi bakari, sem er hugmyndasmiður að vöruframboði Bakað.
„Farþegum á flugvellinum hefur fjölgað töluvert á síðustu mánuðum og mikilvægt er að tryggja að allir í þessum stóra hópi finni eitthvað við sitt hæfi í flugstöðinni, bæði í brottfarar- og innritunarsal.
Vöruúrval Bakað hentar farþegum á leiðinni í flug sérstaklega vel og það er því frábært að búið sé að opna Bakað í brottfararsal. Þannig getum við bætt upplifun farþega og aukið við þjónustu á vellinum,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Myndir: Isavia
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni










