Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bakað býður upp á bakkelsi fyrir brottfararfarþega – Gústi bakari: „viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar“
Kaffihúsið og handverksbakaríið Bakað hefur opnað í verslunar- og veitingarými Keflavíkurflugvallar, en fyrr í sumar opnaði Bakað á innritunarsvæðinu á 1. hæð flugvallarins. Þar er meðal annars boðið upp á samlokur, pizzur, heilsusamlega safa, salöt, gómsætt bakkelsi og rjúkandi heitt kaffi.
„Við erum mjög ánægð að geta boðið brottfararfarþegum upp á nýbakað brauðmeti og annað góðgæti á leið þeirra úr landi. Við opnuðum í innritunarsalnum fyrr á þessu ári og hafa viðtökurnar verið ótrúlega góðar,“
segir Ágúst Einþórsson eða Gústi bakari, sem er hugmyndasmiður að vöruframboði Bakað.
„Farþegum á flugvellinum hefur fjölgað töluvert á síðustu mánuðum og mikilvægt er að tryggja að allir í þessum stóra hópi finni eitthvað við sitt hæfi í flugstöðinni, bæði í brottfarar- og innritunarsal.
Vöruúrval Bakað hentar farþegum á leiðinni í flug sérstaklega vel og það er því frábært að búið sé að opna Bakað í brottfararsal. Þannig getum við bætt upplifun farþega og aukið við þjónustu á vellinum,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Myndir: Isavia
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði