Viðtöl, örfréttir & frumraun
Axel Þorsteinsson skiptir um starf
Axel Þorsteinsson bakari-, og konditor hefur starfað 6 ár í miðausturlöndunum sem Brands Executive chef fyrir Alshaya Group, en nú hefur hann skipt um starfsvettvang.
„Strákarnir í Artic Bakehouse (Davíð og Guðbjartur) buðu mér í heimsókn til Prag í ágúst og sýndu mér staðinn og hvað þeir voru að gera. Ég þekki Davíð mjög vel og höfum unnið saman á Íslandi áður.
Ég hef vitað bara hver hann er síðan ég var nemi og alltaf verið hrifinn af því sem hann hefur verið að gera. Hann vissi alveg hvað átti að segja við mig til að kveikja áhugann í mér og fá mig til að koma.“
Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is. Davíð Arnórsson bakari á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni, en þeir opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018.
„Eftir ferðina þá fór ég að skoða möguleikana og hvað væri best fyrir mig að gera og miða við möguleikana sem strákarnir eru með í Prag þá var þetta rétti tíminn fyrir mig til að yfirgefa sandkassann.“
Sagði Axel hress, en hann hafði yfirumsjón á bakstri og pastry hjá Bouchon Bakery, Princi og Dean & Deluca í miðausturlöndunum og reksturinn í kringum það.
Axel mun sjá um að auka framleiðslu og vöruhönnun hjá Artic Bakehouse í Prag og fleira því tengt í samstarfi við Davíð. Axel hóf störf hjá Artic Bakehouse í byrjun janúar 2023.
„Já það er alltaf áhugi sem hverfur aldrei en þarf bara að vera rétta tækifærið.“
Sagði Axel að lokum, aðspurður um hvort hann hafi hug á því að koma aftur til starfa á Íslandi.
Hægt er að lesa fleiri fréttir um Axel hér.
Fylgið Axel á instagram: @axel.thorsteins
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi