Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Axel opnar níunda staðinn í miðausturlöndunum
Nú á dögunum opnaði nýtt Bouchon Bakery í verslunarmiðstöðinni Galleria Al Maraya í Abu Dhabi.
Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller og opnaði fyrsta Bouchon bakaríið fyrir utan Bandaríkin í ágúst 2017 og hefur Axel Þorsteinsson verið yfirbakari frá því í byrjun þess.
Axel er bakari og konditori að mennt og í byrjun árs 2019 fékk Axel stöðuhækkun og gegnir nú hlutverkinu “Brands executive Baker and pastry chef”, en hann sér um rekstur á Bouchon Bakery í sameinuðu arabísku furstadæmunum og fleiri stöðum, þ.e. Café Coco, Véranda og nú nýlega Princi sem er ítalskt bakarí, staðsett víða um heim.
Starbucks keypti 50% hlut af Princi og fer Axel til London með sitt teymi til að koma sér vel inn í rekstur Princi og á næsta ári verður nýtt Princi bakarí opnað í verslunarmiðstöðinni Avenues í Kúveit.
„Ég er núna með 4 brönd, Bouchon Bakery, Café Coco, Véranda og Princi. Ég sé um rekstur og allt starfsfólk sem kemur að því, sem er Back of house. Samtals er ég með 112 starfsmenn (kokka, Bakara, og pastry). Var að opna litla Cafe coco búð á nýja flugvellinum sem er að gera góða hluti. Þar erum við með svona Coco to go offering sem er betra fyrir fólk a ferðinni og líka að setjast.“
Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um bakaríin sem hann sér um.
Komu upp einhver vandræði í kringum opnunina á nýja Bouchon bakaríinu í Galleria Al Maraya?
„Já mikil, fengum t.a.m. gas og vatn tveimur dögum fyrir „Friends and Family“ sem er svona foropnun. Við áttum mjög góða foropnun sem stóð yfir í þrjá daga. Staðurinn tekur 48 manns í sæti og komu um 500 manns á fyrsta degi, um 740 manns á seinni deginum, en staðurinn býður einnig upp á að fólk getur tekið með sér góðgæti. Svona mikil aðsókn hefur verið alveg frá því opnun staðarins.“
Sagði Axel að lokum.
Þetta er níundi staðurinn sem að Axel opnar í miðausturlöndunum, þ.e. í Dubai, Abu Dhabi, Kúveit, Qatar og Bahrain.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s