Smári Valtýr Sæbjörnsson
Axel hættir á Apótekinu | Á leið til Bouchon Bakery í Kúveit?
Axel Þorsteinsson bakari & konditor hefur sagt upp starfinu sínu við Apotek restaurant, en hann hefur verið „pastry chef“ hjá veitingastaðnum frá því opnun í desember 2014.
Axel hætti á Apótekinu í lok júlí, en hann kemur til með að halda áfram að hanna eftirrétti fyrir staðinn og Apótekið fær að halda nafni Axels á eftirréttunum.
Nú eru háværar raddir í gangi að þú sért að fara vinna á Bouchon Bakery hjá matreiðslumeistaranum Thomas Keller, er eitthvað til í því?
„Á þessu stigi get ég voðalega lítið sagt en það skýrist mjög fljótlega og þá sé ég til hvað ég geri.“
, sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is.
Nú um þessar mundir er Axel í Vestmannaeyjum hjá Orra Arnórs bakara að aðstoða hann við nýja bakaríið sem fjölskyldan Orra opnaði nýlega sem heitir Stofan Bakhús. Því næst fer Axel sem gesta konditor á Food & Fun í Turku í Finnlandi ásamt Orra Arnórs bakara, en hátíðin verður haldin dagana 5. til 9. október næstkomandi. Þar ætla þeir félagar að vera á Gaggui Kaffela sem sérhæfir sig í sérmöluðu kaffi og kökum.
Mynd af Bouchon Bakery: thomaskeller.com
Mynd af Orra: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana