Smári Valtýr Sæbjörnsson
Axel hættir á Apótekinu | Á leið til Bouchon Bakery í Kúveit?
Axel Þorsteinsson bakari & konditor hefur sagt upp starfinu sínu við Apotek restaurant, en hann hefur verið „pastry chef“ hjá veitingastaðnum frá því opnun í desember 2014.
Axel hætti á Apótekinu í lok júlí, en hann kemur til með að halda áfram að hanna eftirrétti fyrir staðinn og Apótekið fær að halda nafni Axels á eftirréttunum.
Nú eru háværar raddir í gangi að þú sért að fara vinna á Bouchon Bakery hjá matreiðslumeistaranum Thomas Keller, er eitthvað til í því?
„Á þessu stigi get ég voðalega lítið sagt en það skýrist mjög fljótlega og þá sé ég til hvað ég geri.“
, sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is.
Nú um þessar mundir er Axel í Vestmannaeyjum hjá Orra Arnórs bakara að aðstoða hann við nýja bakaríið sem fjölskyldan Orra opnaði nýlega sem heitir Stofan Bakhús. Því næst fer Axel sem gesta konditor á Food & Fun í Turku í Finnlandi ásamt Orra Arnórs bakara, en hátíðin verður haldin dagana 5. til 9. október næstkomandi. Þar ætla þeir félagar að vera á Gaggui Kaffela sem sérhæfir sig í sérmöluðu kaffi og kökum.
Mynd af Bouchon Bakery: thomaskeller.com
Mynd af Orra: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður