Smári Valtýr Sæbjörnsson
Axel hættir á Apótekinu | Á leið til Bouchon Bakery í Kúveit?

Bouchon Bakery
Thomas Keller er í fullum undirbúningi að opna fimm nýja veitingastaði og bakarí í Kúveit ( Kuwait )
Axel Þorsteinsson bakari & konditor hefur sagt upp starfinu sínu við Apotek restaurant, en hann hefur verið „pastry chef“ hjá veitingastaðnum frá því opnun í desember 2014.
Axel hætti á Apótekinu í lok júlí, en hann kemur til með að halda áfram að hanna eftirrétti fyrir staðinn og Apótekið fær að halda nafni Axels á eftirréttunum.

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2015.
F.v. Denis Grbic (2. sæti), Axel Þorsteinsson (1. sæti) og Iðunn Sigurðardóttir (3. sæti)
Mynd: Garri heildverslun
Nú eru háværar raddir í gangi að þú sért að fara vinna á Bouchon Bakery hjá matreiðslumeistaranum Thomas Keller, er eitthvað til í því?
„Á þessu stigi get ég voðalega lítið sagt en það skýrist mjög fljótlega og þá sé ég til hvað ég geri.“
, sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is.
Nú um þessar mundir er Axel í Vestmannaeyjum hjá Orra Arnórs bakara að aðstoða hann við nýja bakaríið sem fjölskyldan Orra opnaði nýlega sem heitir Stofan Bakhús. Því næst fer Axel sem gesta konditor á Food & Fun í Turku í Finnlandi ásamt Orra Arnórs bakara, en hátíðin verður haldin dagana 5. til 9. október næstkomandi. Þar ætla þeir félagar að vera á Gaggui Kaffela sem sérhæfir sig í sérmöluðu kaffi og kökum.
Mynd af Bouchon Bakery: thomaskeller.com
Mynd af Orra: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






