Markaðurinn
Auglýsing um starf framkvæmdastjóra
Við leitum að öflugum framkvæmdastjóra í stjórnunar- og leiðtogastarf hjá Iðunni fræðslusetri.
Leitað er að framsýnum einstaklingi sem hefur faglegan metnað, frumkvæði, forystuhæfileika, þekkingu á nýsköpun og framúrskarandi samskiptahæfni til að leiða 30 manna hóp starfsmanna. Framkvæmdastjóri sinnir daglegum rekstri lðunnar og vinnur að framkvæmd stefnu félagsins.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
- Bera ábyrgð á daglegum rekstri félagsins
- Leiða sjálfbærnivegferð félagsins
- Ýta undir nýsköpun og leita að vaxtartækifærum
- Byggja upp sterkt tengslanet af iðngreinum
- Styðja við stjórnendur og annað starfsfólk og virkja þekkingu þeirra og innsæi
- Byggja upp teymisumhverfi
- Virk samskipti við ytri hagaðila eins og aðildarfélög, starfsfólk í iðngreinum, stjórnvöld í menntamálum, erlenda samstarfsaðila og fjölmiðla
Menntunar- og hæfnikröfur
- Iðn- og/eða háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfinu
- Leiðtogahæfni og geta til að skapa sterka liðsheild
- Brennandi áhugi á þróun þekkingar og færni í iðnaði
- Reynsla af rekstri og mannauðsstjórnun
- Geta til að miðla framgangi á gagnadrifinn hátt
- Framtíðarsýn og stefnumótandi hugsun
- Hæfni til að hafa jákvæð áhrif á forvitnis- og þróunarmenningu
- Skilningur og hæfni til að starfa samkvæmt lagalegum og siðferðilegum kröfum í anda sjálfbærni og gilda félagsins sem eru framsækni, virðing og fagmennska
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl nk. Sótt er um starfið á hagvangur.is.
Nánari upplysingar um starfið veitir Sverrir Briem, [email protected].

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss