Markaðurinn
ÁTVR tekur áfengislausar vörur úr sölu

Áhugi á og eftirspurn eftir áfengislausum drykkjum fer sívaxandi um allan heim og er Ísland þar engin undantekning.
„Við sóttum um að fá að selja vörurnar okkar hjá ÁTVR, en þau ákváðu að ekki bara sleppa því að selja okkar vörur heldur að alfarið hætta að bjóða upp á áfengislausa kosti,“
segir Andri Árnason einn eigenda Akkúrat, dótturfélags Tefélagsins í samtali við Viðskiptablaðið, en framkvæmdastjóri Akkúrat er Sólrún María Reginsdóttir.
„Þau rökstuddu ákvörðunina þannig að áfengislausar vörur hefðu ekki selst vel. Mér finnst það skondin skýring þar sem fram að þessu hafði úrvalið verið lélegt og eftirspurnin aukist gífurlega á síðustu árum samhliða gæðum drykkjanna.“

Akkúrat býður meðal annars upp á Flueré íblöndunardrykki.
Í takt nýja tíma hafa hollenskir hugsjónamenn kynnt til sögunnar Flueré íblöndunardrykki. Þetta eru 0% drykkir sem sækja innblástur í klassíska áfenga drykki á borð við gin, romm og viskí og bruggaðir með sömu aðferð, en án áfengis.
Akkúrat flytur inn og selur áfengislausa drykki. Félagið óskaði eftir því að selja vörur sínar hjá ÁTVR en var hafnað og tók stofnunin áfengislausa kosti úr sölu í kjölfarið.
Andri bendir á að í einokunarverslunum í Svíþjóð og Noregi hafi verið ákveðið að bjóða upp á valkosti með lægra eða engu víninnihaldi. Sú ákvörðun hafi leitt til 21% söluaukningar á áfengislausum vörum í Noregi á milli ára.
„Þegar verið er að halda árshátíðir, jólahlaðborð og veislur, þá er yfirleitt allt áfengið keypt hjá Vínbúðinni. Niðurstaðan verður oft sú að fólk sem drekkur fær frábært úrval en fólkið sem drekkur ekki þarf að fá sér dísæta gosdrykki eða sódavatn.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu hér.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Keppni2 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift