Keppni
Átt þú erindi í Kokkalandsliðið?
Nú er opið fyrir umsóknir um stöður í Kokkalandsliðinu sem er að hefja undirbúning fyrir Ólympíuleikana í Stuttgart 2020.
Við leitum að fagfólki með keppnisskap til að taka þátt í metnaðarfullu æfinga- og keppnisstarfi liðsins næstu tvö árin. Einnig leitum við að áhugasömum ungkokkum sem vilja kynnast starfi landsliðsins og aðstoða við undirbúning fyrir keppnina.
Klúbbur matreiðslumeistara hefur fengið þá Sigurjón Braga Geirsson og Jóhannes Stein Jóhannesson til að stýra Kokkalandsliðinu.
Hafir þú áhuga á að komast í liðið, eða gerast aðstoðarmaður, þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn á netfangið thjalfari@kokkalandslidid.is fyrir 25. mars nk. Vinsamlega láttu ferilskrá fylgja með umsókninni ásamt mynd.
Fyllsta trúnaðar verður gætt við meðferð umsóknar.
Frekari upplýsingar veita Sigurjón (s. 696 4439) og Björn Bragi (s. 692 9903).
Kokkalandsliðið og stjórn Klúbbs matreiðslumeistara

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni21 klukkustund síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins