Keppni
Átt þú erindi í Kokkalandsliðið?
Nú er opið fyrir umsóknir um stöður í Kokkalandsliðinu sem er að hefja undirbúning fyrir Ólympíuleikana í Stuttgart 2020.
Við leitum að fagfólki með keppnisskap til að taka þátt í metnaðarfullu æfinga- og keppnisstarfi liðsins næstu tvö árin. Einnig leitum við að áhugasömum ungkokkum sem vilja kynnast starfi landsliðsins og aðstoða við undirbúning fyrir keppnina.
Klúbbur matreiðslumeistara hefur fengið þá Sigurjón Braga Geirsson og Jóhannes Stein Jóhannesson til að stýra Kokkalandsliðinu.
Hafir þú áhuga á að komast í liðið, eða gerast aðstoðarmaður, þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn á netfangið [email protected] fyrir 25. mars nk. Vinsamlega láttu ferilskrá fylgja með umsókninni ásamt mynd.
Fyllsta trúnaðar verður gætt við meðferð umsóknar.
Frekari upplýsingar veita Sigurjón (s. 696 4439) og Björn Bragi (s. 692 9903).
Kokkalandsliðið og stjórn Klúbbs matreiðslumeistara
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






