Vertu memm

Keppni

Átt þú erindi í Kokkalandsliðið ?

Birting:

þann

Íslenska Kokkalandsliðið 2014

Núna er opið fyrir umsóknir í Kokkalandsliðið sem fer að hefja undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í Erfurt 2016.

Við leitum að topp fagmönnum til að taka þátt í metnaðarfullu æfinga og keppnisstarfi liðsins næstu 2 árin.

Einnig leitum við að áhugasömum ungkokkum sem langar að kynnast starfi landsliðsins og aðstoða liðið við undirbúning fyrir keppnina.

Klúbbur matreiðslumeistara hefur fengið Þráinn Frey Vigfússon, Jóhannes Steinn Jóhannesson og Stein Óskar Sigurðsson til að stýra Kokkalandsliðinu.

Allir þeir sem áhuga hafa á að vera liðsmenn eða aðstoðarmenn eru hvattir til að hafa samband við þá félaga í gegnum netfangið [email protected] fyrir 12. apríl.

Upplýsingar í síma veita Þráinn 6952999 og Jóhannes Steinn 8400139.

Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara.

 

Mynd: Sveinbjörn Úlfarsson

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið