Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ásgeir bakari tók vel á móti forseta Íslands – Myndir

Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri bakaradeildar hjá Hótel og matvælaskólanum tók vel á móti forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í Menntaskólann í Kópavogi á forvarnadaginn 6. október. Hann fór yfir mikilvægi heilbrigðs lífstíls með nemendum skólans. Hann heimsótti líka Hótel-, og matvælaskólann og heilsaði upp á nemendur Afrekssviðs.
„Nemendur buðu upp á bakkelsi, en þau voru að leggja lokahönd á margar útfærslur af skreytingum á lagtertu og marsipanstykki.
Guðni og fylgdarlið fengu að smakka lagtertu, marsipanköku og snúða með rjómaostakremi sem grunndeild bakaradeildar höfðu lagað.“
Sagði Ásgeir Þór í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað bakaradeildin var með á boðstólnum fyrir forsetaheimsóknina.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skrifaði eftirfarandi á facebook í tilefni forvarnardagsins:
Forvarnardagurinn var í gær, frábært framtak sem hófst í tíð forvera míns á forsetastóli, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég heimsótti tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Menntaskólinn í Kópavogi. Gaman var að ræða við ungmenni á þessum stöðum um forvarnir, skaðsemi þess að reykja eða nota nikótínpúða og skynsemina sem felst í því að byrja ekki að neyta áfengis á unga aldri.
Á forvarnardeginum í ár var einnig lögð áhersla á mikilvægi þess að ná góðum nætursvefni og varast það að neyta orkudrykkja í óhófi. Undanfarna áratugi hefur tekist að snarminnka áfengisdrykkju og tóbaksnotkun ungmenna á Íslandi þannig að eftir er tekið víða um heim. Ungmenni Íslands eru upp til hópa frábær og flott, það fann ég og sá á fundum mínum á forvarnardeginum.
Á vefsíðunni www.forvarnardagur.is stendur nú yfir leikur fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema, þar sem þátttakendur vinna með þá þætti sem dregið geta úr áhættuhegðun. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðar á árinu.
Með fylgja myndir af heimsókn forseta Íslands:
Myndir: Menntaskólinn í Kópavogi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars