Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ásgeir bakari tók vel á móti forseta Íslands – Myndir

Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri bakaradeildar hjá Hótel og matvælaskólanum tók vel á móti forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í Menntaskólann í Kópavogi á forvarnadaginn 6. október. Hann fór yfir mikilvægi heilbrigðs lífstíls með nemendum skólans. Hann heimsótti líka Hótel-, og matvælaskólann og heilsaði upp á nemendur Afrekssviðs.
„Nemendur buðu upp á bakkelsi, en þau voru að leggja lokahönd á margar útfærslur af skreytingum á lagtertu og marsipanstykki.
Guðni og fylgdarlið fengu að smakka lagtertu, marsipanköku og snúða með rjómaostakremi sem grunndeild bakaradeildar höfðu lagað.“
Sagði Ásgeir Þór í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað bakaradeildin var með á boðstólnum fyrir forsetaheimsóknina.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skrifaði eftirfarandi á facebook í tilefni forvarnardagsins:
Forvarnardagurinn var í gær, frábært framtak sem hófst í tíð forvera míns á forsetastóli, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég heimsótti tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Menntaskólinn í Kópavogi. Gaman var að ræða við ungmenni á þessum stöðum um forvarnir, skaðsemi þess að reykja eða nota nikótínpúða og skynsemina sem felst í því að byrja ekki að neyta áfengis á unga aldri.
Á forvarnardeginum í ár var einnig lögð áhersla á mikilvægi þess að ná góðum nætursvefni og varast það að neyta orkudrykkja í óhófi. Undanfarna áratugi hefur tekist að snarminnka áfengisdrykkju og tóbaksnotkun ungmenna á Íslandi þannig að eftir er tekið víða um heim. Ungmenni Íslands eru upp til hópa frábær og flott, það fann ég og sá á fundum mínum á forvarnardeginum.
Á vefsíðunni www.forvarnardagur.is stendur nú yfir leikur fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema, þar sem þátttakendur vinna með þá þætti sem dregið geta úr áhættuhegðun. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðar á árinu.
Með fylgja myndir af heimsókn forseta Íslands:
Myndir: Menntaskólinn í Kópavogi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni











