Keppni
Aron Gísli sigraði í Arctic chef kokkakeppninni – Sjáðu myndir af verðlaunaréttunum
Allir keppendur hafa lokið keppni í Arctic Challenge sem haldin var á Strikinu á Akureyri í dag. Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilagerð í eina keppni.
Eins og kunnugt er þá sigraði Unnur Stella í kokteilakeppninni Arctic Mixologist, sem hægt er að lesa nánar um hér.
Alls kepptu 8 manns í Arctic chef kokkakeppninni og úrslit eru kunn. Það var Aron Gísli Helgason frá Brút restaurant sem sigraði í Arctic chef, en úrslitin voru eftirfarandi:
1. sæti – Aron Gísli Helgason frá Brút restaurant
2. sæti – Jón Birgir Tómasson frá Múlaberg
3. sæti – Guðmundur Sverrisson frá Múlaberg
Keppnisfyrirkomulagið hjá kokkunum var þannig að einu skilyrðin voru að keppandi væri búinn með sveinspróf eða búinn með námssamning. Keppandi skilaði inn köldum forrétt með fyrirfram ákveðnu hráefni og heitum aðalrétt, einnig með fyrirfram ákveðnu hráefni með 15 mínútna millibili.
Dómarar voru fjórir. Þrír sáu um blindsmakk og dæmdu m.a bragð, áferð, vinnu o.s.frv. Fjórði dómari var eldhúsdómari sem dæmdi m.a frágang, passaði að klæðnaður var viðeigandi o.s.frv.
Í dómnefnd voru:
Haraldur Már Pétursson – eigandi á Salatsjoppunni
Haukur Gröndal – Forstöðumaður eldhúsinu á SAK
Snæbjörn Kristjánsson – forstöðumaður eldhúsinu á Hrafnagili
Eldhúsdómari: Kristinn Frímann Jakobsson
Myndir af verðlaunaréttum
Aron Gísli Helgason
Jón Birgir Tómasson
Guðmundur Sverrisson
Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.
Myndir: Ída Irene Oddsdóttir, viðburðarstjóri Arctic Challenge
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassísk ostakaka í nýjum búningi með eplum og rjómakaramellu














