Pistlar
Árni: „Við þurfum að vera dugleg að tala jákvætt um starfið okkar“ – Kokkafréttir
Nú er komið sumar og margir félagar komnir í sumarfrí eða hafa ekki undan að elda í túristana og gestina sem heimsækja fjölmarga góða veitingastaði á Íslandi sem virðast spretta upp á hverju horni.
Ljóst er að okkur vantar fleiri matreiðslumenn til starfa og auka þarf aðgengi að námi og námsstöðum.
Ljóst er líka að þetta er vandamál um allan heim og lítur svo út að fjölmargir hafi yfirgefið fagið og fundið sér eitthvað annað að gera á þeim tímum sem COVID gekk yfir.
Við þurfum að vera dugleg að tala jákvætt um starfið okkar og jafnvel þarf að huga að breyttum vinnutíma þar sem langar vaktir og vinna um helgar virðist ekki vera normið hjá ungu fólki í dag sem hefur allt annað hugarfar en við þeir sem eldri eru, aldir upp á því að vinna og vinna og að vinnan sé það sem öllu máli skipti. Svo nú er kannski kominn tími á breytingar.
Yfir sumarið leggst félagsstarfið okkar í smá dvala og það mun hefjast aftur með miklum hvelli í september. Stjórn KM heldur þó ótrauð áfram og skipuleggja starfið, semja við styrktaraðila og vinna að málum KM og Kokkalandsliðsins.
Nánari dagskrá haustsins verður birt í næsta tölublaði Kokkafrétta sem kemur út í byrjun september.
Sumarkveðjur
Árni Þór Arnórsson
Varaforseti Klúbbs Matreiðslumeistara

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift