Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF

Birting:

þann

Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF - Keflavíkurflugvöllur

Árið 2024 var stórt fyrir matgæðinga á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi nýrra veitingastaða opnaði í samstarfi við góða samstarfsaðila á árinu sem nú er að ljúka.

Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF - Keflavíkurflugvöllur

Fjölbreytt og girnilegt úrval rétta

Flugvöllurinn er í stöðugri þróun en sérstök áhersla hefur verið lögð á að bæta þjónustu við farþega og auka úrvalið í flugstöðinni. Fjöldi nýrra veitingastaða opnaði í samstarfi við góða samstarfsaðila á árinu sem nú er að ljúka. Veitingastaðirnir deila því að hafa allir sérvalið íslenskt hráefni í réttum sínum.

Veit­inga­svæð­ið Að­al­stræti opn­aði við mikla lukku mat­gæð­inga

Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF - Keflavíkurflugvöllur

Veitingasvæðið Aðalstræti

Veitingasvæðið Aðalstræti opnaði í haust í brottfararsal Keflavíkurflugvallar (KEF). Alls eru þrír nýir veitingastaðir á veitingasvæðinu; hamborgarastaðurinn Yuzu, ítalski veitingastaðurinn La Trattoria og mexíkóski matstaðurinn Zócalo.

Veitingasvæðið er hluti af opnun austurálmunnar sem felur í sér nærri 30% stækkun flugstöðvarinnar. Íslenska hönnunarstofan HAF Studio hannaði nýja veitingasvæðið í austurálmu sem hefur fengið nafnið Aðalstræti. Áhersla var lögð á að skapa heildrænt rými sem heldur vel um gesti og stemningu eins og hún gerist best í miðborg Reykjavíkur.

Með opnun veitingasvæðisins hefur úrval veitingastaða á flugvellinum aukist enn frekar og ættu flest sem þangað sækja að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Ham­borg­ara­stað­ur­inn Yuzu

Hamborgarastaðurinn Yuzu er löngu orðinn landsmönnum kunnur en með nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli eru staðirnir orðnir sex talsins. Matseðillinn er þróaður af stjörnukokkinum Hauki Má Haukssyni og byggist á góðu úrvali alls kyns hamborgara.

Á Yuzu á Keflavíkurflugvelli geta gestir nælt sér í vinsælustu réttina en auk þess er boðið upp á morgunverðarborgara sem er sérstaklega útfærður fyrir flugvöllinn.

Ít­al­skt góð­gæti með áherslu á ein­fald­leika og gæði

Á La Trattoria er áhersla á einfaldleika og gæði en maturinn er innblásinn af matarmenningu á Ítalíu.

La Trattoria var fyrst opnaður á Hafnartorgi og hefur staðurinn notið mikilla vinsælda meðal matgæðinga. Heiðurinn af matseðlinum á veitingafólkið Hrefna Sætran og Ágúst Reynisson.

Mex­í­kósk­ur mat­ur sem kitlar bragð­lauk­ana

Zócalo býður upp á hollan og ferskan mexíkóskan mat sem kitlar bragðlaukana. Á matseðli staðarins er meðal annars hágæða burritos, burritos skálar, quesadillas, taco, nachos og salöt.

Zócalo hefur íslenska tengingu en eigandi keðjunnar er Einar Örn Einarsson, sem var annar stofnenda Serrano hér á landi. Þetta er hins vegar fyrsti Zócalo staðurinn þeirra hér á landi.

Loks­ins sneri aft­ur sem bar & café

Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF - Keflavíkurflugvöllur

Loksins Café & Bar við C-hliðin á flugvellinum

Loksins bar var rekinn á Keflavíkurflugvelli um árabil og opnaði á árinu í breyttri mynd. Auk þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval drykkja, líkt og gestir flugvallarins hafa notið síðustu ár, býður Loksins Café & bar upp á vel útfærðan matseðil.

Á boðstólum er ýmist góðgæti á borð við nýbakað handgert bakkelsi á staðnum, morgunverðarskálar, salöt, ferskt ciabatta og aðrir girnilegir heitir réttir.

Matreiðslumaðurinn Semjon Karopka, yfirkokkur á veitingastöðunum Pasta í Borg 29 mathöll og Hipstur í Gróðurhúsinu í Hveragerði, hefur tekið við stöðu yfirkokks Loksins Café & bar en hann hefur margra ára reynslu úr veitingageiranum á Íslandi.

KEF Diner bæt­ist við D-hlið

Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF - Keflavíkurflugvöllur

Keflavík Diner

Þá er ekki upptalningunni lokið því á síðustu vikum ársins lýkur framkvæmdum við nýjan veitingastað, KEF Diner, við D-hlið flugstöðvarinnar. Staðurinn sækir innblástur sinn í sögu svæðisins og er með skírskotun til tímans þegar ameríski herinn var í Keflavík á árunum 1951-2006.

Í boði er fjölbreyttur matseðill með áherslu á ameríska matargerð í bland við íslenska rétti.

2024 gef­ur 2023 ekk­ert eft­ir

Það er því ljóst að árið sem nú er að ljúka gefur árinu á undan lítið eftir en árið 2023 opnaði meðal annars veitingastaðurinn Jómfrúin í flugstöðinni auk þess sem Bakað, Eldað og Bæjarins beztu pylsur hófu að bjóða upp á góðgæti í flugstöðinni.

Myndir: kefairport.is

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið