Markaðurinn
Áramótabomba Churchill
Ertu farin að undirbúa veislurnar og borðhaldið fyrir árið 2025? Þá skaltu ekki láta þetta fram hjá þér fara því nú býðst einstakt tilboð á völdum línum frá Churchill til áramóta. Meðan á tilboði stendur er 25% aukaafsláttur af öllum vörum innan þessara lína.
Línurnar sem um ræðir eru, Raku sem er ein vinsælasta línan frá upphafi og þrjár nýjar línur sem bætast nú við í flóruna hjá Churchill, þær heita Tide, Delta og Envisage.
ATH. vörurnar þarf að sérpanta.
Raku
Raku línan er hágæða borðbúnaður sem sameinar handverk, náttúrulega liti og einstaka áferð. Línan er fullkomin fyrir bæði hótel og veitingastaði þar sem borðbúnaðurinn er sterkur, þægilegur í notkun og leyfir matnum að njóta sín. Með því að nýta sér Raku-brennslutækni sem er þekkt fyrir að skapa ólíkar áferðir og liti, er hver vara úr línunni einstök, sem gefur borðhaldinu skemmtilegt líf.
Tide
Tide línan er ný lína hjá Churchill og hefur strax skotist upp á stjörnuhimininn. Tide er einföld, stílhrein og nútímaleg hönnun sem minnir óneitanlega á íslenska náttúru. Eins og aðrar vörulínur frá Churchill þá er línan sterk og endingargóð. Mikil fágun og elegans einkennir Tide.
Envisage
Envisage er ný lína frá Churchill sem kemur bæði í hvítum lit sem og fallegum náttúrulit sem kallast sand. Hver hlutur er óreglulegur í laginu sem gefur einstaklega skemmtilegt yfirbragð. Ef þú vilt sterkan borðbúnað sem kemur með glæsileika, fágun og nútímalega hönnun á borðið þá er Envisage lína sem þú ættir að skoða betur.
Delta
Delta er ný lína frá Churchill sem er ólík öllum öðrum borðbúnaði frá Churchill. Delta er í fallega gráum lit með hálf mattri áferð sem gefur einstakt útlit. Línan er mjög sterk ásamt því að fara vel í hendi og því gott að vinna með hana. Delta línan er frábær fyrir alla þá sem leita að borðbúnaði sem er bæði fallegur og endingargóður. Vektu athygli með Delta.
Hafðu samband við sölumann til að fá tilboð í vörur og frekari upplýsingar á [email protected] eða í síma 414-1100.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur