Viðtöl, örfréttir & frumraun
Apótekið með bestu skreytingarnar – Myndir

Apótekið hlaut viðurkenningu fyrir bestu jólaskreytingu rekstraraðila í miðborginni 2021. Á myndinni eru Bergdís Örlygsdóttir, eigandi Apóteksins, Eva Hrönn Guðnadóttir hjá Kríu hönnunarstofu en hún er hönnuður skreytinganna, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Móa dóttir hans sem ahenti verðlaunahöfunum blómvönd.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í gær Apótekinu viðurkenningu fyrir bestu jólaskreytingu 2021 hjá rekstraraðila í miðborginni.
Þetta er í fyrsta sinn sem borgin veitir þessa viðurkenningu en henni er ætlað að hvetja rekstraraðila til að skreyta hjá sér því Reykjavík er jólaborgin og skreytingar skipta miklu máli í því að skapa fallega, hlýlega og jólalega ásýnd í miðborginni.

F.v. Guðni Oddsson sem vann að uppsetningu skreytinganna, Bergdís Örlygsdóttir, eigandi Apóteksins, Eva Hrönn Guðnadóttir hjá Kríu hönnunarstofu en hún er hönnuður skreytinganna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Apótek Kitchen og Bar er vel að þessari viðurkenningu komið og lýsingin hefur skapað fallega og jólalega ásýnd í hjarta Reykjavíkur. Skreytingar eru vel útfærðar fagurfræðilega og lýsa upp allt umhverfið í skammdeginu. Skreyting eins og hjá Apótekinu fær fólk til að staldra við, líta upp og njóta stundarinnar í jólaborginni.
Bergdís Örlygsdóttir, eigandi Apóteksins, segir frábært að fá viðurkenninguna.
„Það er búið að vera dimmt yfir og okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í ár, lífga aðeins upp á miðbæinn,“
segir hún.
Eva Hrönn Guðnadóttir hjá Kríu hönnunarstofu, hannaði skreytingarnar og setti þær upp ásamt föður sínum, Guðna Oddssyni.
„Það er um að gera að fá aðeins meiri heimsborgarbrag í Reykjavík. Maður sér stórar og miklar skreytingar í öllum stórborgum erlendis. Fólk fyllist jólaanda og tekur myndir, þetta er frábært fyrir alla.“
segir hún.

Apótek Kitchen og Bar er vel að þessari viðurkenningu komið og lýsingin hefur skapað fallega og jólalega ásýnd í hjarta Reykjavíkur.

Skreyting eins og hjá Apótekinu fær fólk til að staldra við, líta upp og njóta stundarinnar í jólaborginni.
Myndir: reykjavik.is

-
Keppni5 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita