Viðtöl, örfréttir & frumraun
Apótekið með bestu skreytingarnar – Myndir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í gær Apótekinu viðurkenningu fyrir bestu jólaskreytingu 2021 hjá rekstraraðila í miðborginni.
Þetta er í fyrsta sinn sem borgin veitir þessa viðurkenningu en henni er ætlað að hvetja rekstraraðila til að skreyta hjá sér því Reykjavík er jólaborgin og skreytingar skipta miklu máli í því að skapa fallega, hlýlega og jólalega ásýnd í miðborginni.
Apótek Kitchen og Bar er vel að þessari viðurkenningu komið og lýsingin hefur skapað fallega og jólalega ásýnd í hjarta Reykjavíkur. Skreytingar eru vel útfærðar fagurfræðilega og lýsa upp allt umhverfið í skammdeginu. Skreyting eins og hjá Apótekinu fær fólk til að staldra við, líta upp og njóta stundarinnar í jólaborginni.
Bergdís Örlygsdóttir, eigandi Apóteksins, segir frábært að fá viðurkenninguna.
„Það er búið að vera dimmt yfir og okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í ár, lífga aðeins upp á miðbæinn,“
segir hún.
Eva Hrönn Guðnadóttir hjá Kríu hönnunarstofu, hannaði skreytingarnar og setti þær upp ásamt föður sínum, Guðna Oddssyni.
„Það er um að gera að fá aðeins meiri heimsborgarbrag í Reykjavík. Maður sér stórar og miklar skreytingar í öllum stórborgum erlendis. Fólk fyllist jólaanda og tekur myndir, þetta er frábært fyrir alla.“
segir hún.
Myndir: reykjavik.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var