Viðtöl, örfréttir & frumraun
Apótekið með bestu skreytingarnar – Myndir

Apótekið hlaut viðurkenningu fyrir bestu jólaskreytingu rekstraraðila í miðborginni 2021. Á myndinni eru Bergdís Örlygsdóttir, eigandi Apóteksins, Eva Hrönn Guðnadóttir hjá Kríu hönnunarstofu en hún er hönnuður skreytinganna, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Móa dóttir hans sem ahenti verðlaunahöfunum blómvönd.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í gær Apótekinu viðurkenningu fyrir bestu jólaskreytingu 2021 hjá rekstraraðila í miðborginni.
Þetta er í fyrsta sinn sem borgin veitir þessa viðurkenningu en henni er ætlað að hvetja rekstraraðila til að skreyta hjá sér því Reykjavík er jólaborgin og skreytingar skipta miklu máli í því að skapa fallega, hlýlega og jólalega ásýnd í miðborginni.

F.v. Guðni Oddsson sem vann að uppsetningu skreytinganna, Bergdís Örlygsdóttir, eigandi Apóteksins, Eva Hrönn Guðnadóttir hjá Kríu hönnunarstofu en hún er hönnuður skreytinganna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Apótek Kitchen og Bar er vel að þessari viðurkenningu komið og lýsingin hefur skapað fallega og jólalega ásýnd í hjarta Reykjavíkur. Skreytingar eru vel útfærðar fagurfræðilega og lýsa upp allt umhverfið í skammdeginu. Skreyting eins og hjá Apótekinu fær fólk til að staldra við, líta upp og njóta stundarinnar í jólaborginni.
Bergdís Örlygsdóttir, eigandi Apóteksins, segir frábært að fá viðurkenninguna.
„Það er búið að vera dimmt yfir og okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í ár, lífga aðeins upp á miðbæinn,“
segir hún.
Eva Hrönn Guðnadóttir hjá Kríu hönnunarstofu, hannaði skreytingarnar og setti þær upp ásamt föður sínum, Guðna Oddssyni.
„Það er um að gera að fá aðeins meiri heimsborgarbrag í Reykjavík. Maður sér stórar og miklar skreytingar í öllum stórborgum erlendis. Fólk fyllist jólaanda og tekur myndir, þetta er frábært fyrir alla.“
segir hún.

Apótek Kitchen og Bar er vel að þessari viðurkenningu komið og lýsingin hefur skapað fallega og jólalega ásýnd í hjarta Reykjavíkur.

Skreyting eins og hjá Apótekinu fær fólk til að staldra við, líta upp og njóta stundarinnar í jólaborginni.
Myndir: reykjavik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt21 klukkustund síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





