Vín, drykkir og keppni
Andri Viceman opnar nýja heimasíðu – Skemmtilegt hlaðvarp með bestu barþjónum, bjór-, og vín sérfræðinga landsins
Andri Davíð Pétursson framreiðslu meistari og barþjónn hefur sett af stað skemmtilegt hlaðvarp sem nefnist Happy Hour með The Viceman. Í hlaðvarpinu fær Andri til sín bestu barþjóna landsins, helstu vín sérfræðinga og bjór spekúlanta sem og aðra sem kunna að meta góða drykki.
Að auki hefur heimasíðan viceman.is verið opnuð, en þar er hægt að lesa um allt það helsta sem gerist í barheiminum, finna uppskriftir og fleira.
“Mér fannst vanta miðil sem tengir barheiminn við almenning. Markmiðið er að hver sá sem hefur áhuga á drykkjum geti fengið innsýn í það sem við gerum dags daglega í okkar fagi,”
segir Andri.
Með Andra á bakvið Viceman er Ómar Vilhelmsson sem sér um tæknileg atriði, myndatöku, auglýsingamál, klippingu á hlaðvarpinu og fleira sem þarf til að gera fagmannlegt Hlaðvarp og marktækan fjölmiðil.
“Það var algjörlega nauðsynlegt að hafa einhvern með mér í þessu, sem er góður í öllum þessum tæknilegu atriðum. Ég kann að blanda drykki og tala við fólk en ég gæti ekki fyrir mitt litla líf klippt hlaðvarp eða eitthvað svoleiðis. Svo tek ég hræðilegar myndir! Allavega samkvæmt konunni minni,”
segir Andri og hlær.
Andra ættu flestir í veitingabransanum að kannast við en hann er fyrsti sigurvegari World Class Bartender of the year á Íslandi árið 2016 og keppti á móti 55 bestu barþjónum heims í Miami sama ár. World Class er stærsta barþjónakeppni í heimi en árlega skrá sig meira enn 10.000 keppendur til leiks út um allan heim.
“Ég elska barheiminn og mér þykir sérstaklega vænt um barsenuna á Íslandi og það hefur mér þótt síðan ég byrjaði í bransanum fyrir um 15 árum síðan. Það er von mín að sem flestir hafi gaman af þessu og að þetta verði til þess að sú mikla ástríða og fagmennska sem ríkir í barheiminum á Íslandi aukist og verði enn betri,”
segir Andri að lokum.
Viceman á samfélagsmiðlum:
Heimasíða: www.viceman.is
Hægt er að hlusta á Happy Hour hlaðvarpið hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum:
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024