Viðtöl, örfréttir & frumraun
Andri Viceman hefur störf hjá aha.is
Andri Davíð Pétursson aka Viceman framreiðslumeistari og barþjónn hefur hafið störf sem tengiliður veitingastaða hjá aha.is. Hjá aha.is mun Andri vinna náið með þeim veitingastöðum sem þegar eru í samstarfi og sömuleiðis kynna nýjum veitingastöðum fyrir þeim möguleikum sem í boði eru hjá aha.is.
Eins og fjallað hefur verið um hér á veitingageirinn.is þá er Andri með hlaðvarpsþætti Viceman þar sem rætt er við fólk úr veitingabransanum og sömuleiðis verið duglegur að halda pop-up viðburði á hinum og þessum veitingastöðum og börum og mun hann halda því ótrauður áfram.
Hver veit nema að einn daginn verði hægt að kaupa Viceman pop-up á aha tilboði?
„Veitingaþjónustan verður æ stærri hluti af markaðstorginu og því mjög mikilvægt að inn komi sterkur aðili eins og Andri Davíð, sem hefur áralanga reynslu af veitingamarkaðinum á Íslandi“
segir Helgi Már Þórðarson, annar eiganda aha.is
Aha.is er markaðstorg á netinu sem býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir veitingastaði og verslanir og má þar meðal annars nefna frábær tilboð eins og matarupplifun, gistingu eða aðra afþreyingu sem yfir 160 þúsund íslendingar hafa nýtt sér.
Mynd: viceman.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri