Viðtöl, örfréttir & frumraun
Andri Viceman hefur störf hjá aha.is
Andri Davíð Pétursson aka Viceman framreiðslumeistari og barþjónn hefur hafið störf sem tengiliður veitingastaða hjá aha.is. Hjá aha.is mun Andri vinna náið með þeim veitingastöðum sem þegar eru í samstarfi og sömuleiðis kynna nýjum veitingastöðum fyrir þeim möguleikum sem í boði eru hjá aha.is.
Eins og fjallað hefur verið um hér á veitingageirinn.is þá er Andri með hlaðvarpsþætti Viceman þar sem rætt er við fólk úr veitingabransanum og sömuleiðis verið duglegur að halda pop-up viðburði á hinum og þessum veitingastöðum og börum og mun hann halda því ótrauður áfram.
Hver veit nema að einn daginn verði hægt að kaupa Viceman pop-up á aha tilboði?
„Veitingaþjónustan verður æ stærri hluti af markaðstorginu og því mjög mikilvægt að inn komi sterkur aðili eins og Andri Davíð, sem hefur áralanga reynslu af veitingamarkaðinum á Íslandi“
segir Helgi Már Þórðarson, annar eiganda aha.is
Aha.is er markaðstorg á netinu sem býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir veitingastaði og verslanir og má þar meðal annars nefna frábær tilboð eins og matarupplifun, gistingu eða aðra afþreyingu sem yfir 160 þúsund íslendingar hafa nýtt sér.
Mynd: viceman.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir