Keppni
Andri Davíð er besti barþjónninn
Andri Davíð Pétursson bar sigur úr býtum í World Class kokteilakeppninni sem fór fram í Hörpu nú á dögunum. Andri starfar sem veitingastjóri hjá Mat og drykk, en hann mun taka þátt fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri úrslitakeppni í Miami í haust. Á mbl.is kemur fram að keppnin í Miami fer ört stækkandi og í ár eru yfir 60 lönd skráð til leiks.
Keppnisdagurinn var langur hjá Andra og hinum barþjónunum en lokakeppnin stóð yfir frá morgni til kvölds. Fyrst kepptu barþjónar í þema hafsins í Hvalasafninu og gerðu tvo drykki. Eftir hádegi var þema jarðarinnar í Grasagarðinum þar sem barþjónar gerðu þrjá drykki. Þá var tilkynnt hvaða þrír barþjónar voru efstir til að keppa í Háalofti Hörpu í himinþemanu.
Efstu þrír barþjónarnir kepptu þá í lokakeppninni sem var hraðakeppni. Barþjónar höfðu tíu mínútur til að hrífa dómara og áhorfendur með sér með hraða og frumlegheitum, að því er fram kemur á mbl.is.
Í lokakeppninni kepptu þeir Orri Páll Vilhjálmsson frá Apótekinu og Teitur Ridderman Schiöth frá Slippbarnum á móti Andra.
Mynd: facebook / Matur og Drykkur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt23 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






