Keppni
Andri Davíð er besti barþjónninn
Andri Davíð Pétursson bar sigur úr býtum í World Class kokteilakeppninni sem fór fram í Hörpu nú á dögunum. Andri starfar sem veitingastjóri hjá Mat og drykk, en hann mun taka þátt fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri úrslitakeppni í Miami í haust. Á mbl.is kemur fram að keppnin í Miami fer ört stækkandi og í ár eru yfir 60 lönd skráð til leiks.
Keppnisdagurinn var langur hjá Andra og hinum barþjónunum en lokakeppnin stóð yfir frá morgni til kvölds. Fyrst kepptu barþjónar í þema hafsins í Hvalasafninu og gerðu tvo drykki. Eftir hádegi var þema jarðarinnar í Grasagarðinum þar sem barþjónar gerðu þrjá drykki. Þá var tilkynnt hvaða þrír barþjónar voru efstir til að keppa í Háalofti Hörpu í himinþemanu.
Efstu þrír barþjónarnir kepptu þá í lokakeppninni sem var hraðakeppni. Barþjónar höfðu tíu mínútur til að hrífa dómara og áhorfendur með sér með hraða og frumlegheitum, að því er fram kemur á mbl.is.
Í lokakeppninni kepptu þeir Orri Páll Vilhjálmsson frá Apótekinu og Teitur Ridderman Schiöth frá Slippbarnum á móti Andra.
Mynd: facebook / Matur og Drykkur

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?