Keppni
Andri Davíð er besti barþjónninn
Andri Davíð Pétursson bar sigur úr býtum í World Class kokteilakeppninni sem fór fram í Hörpu nú á dögunum. Andri starfar sem veitingastjóri hjá Mat og drykk, en hann mun taka þátt fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri úrslitakeppni í Miami í haust. Á mbl.is kemur fram að keppnin í Miami fer ört stækkandi og í ár eru yfir 60 lönd skráð til leiks.
Keppnisdagurinn var langur hjá Andra og hinum barþjónunum en lokakeppnin stóð yfir frá morgni til kvölds. Fyrst kepptu barþjónar í þema hafsins í Hvalasafninu og gerðu tvo drykki. Eftir hádegi var þema jarðarinnar í Grasagarðinum þar sem barþjónar gerðu þrjá drykki. Þá var tilkynnt hvaða þrír barþjónar voru efstir til að keppa í Háalofti Hörpu í himinþemanu.
Efstu þrír barþjónarnir kepptu þá í lokakeppninni sem var hraðakeppni. Barþjónar höfðu tíu mínútur til að hrífa dómara og áhorfendur með sér með hraða og frumlegheitum, að því er fram kemur á mbl.is.
Í lokakeppninni kepptu þeir Orri Páll Vilhjálmsson frá Apótekinu og Teitur Ridderman Schiöth frá Slippbarnum á móti Andra.
Mynd: facebook / Matur og Drykkur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann