Vertu memm

Keppni

Andrés Björgvinsson og Vigdís Mi Diem Vo sigruðu í Eftirrétti og Konfektmola ársins 2025

Birting:

þann

Harpa Tónlistarhús

Keppnirnar voru haldnar á La Primavera í Hörpu

Garri hélt keppnina Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins þriðjudaginn 28. október á La Primavera í Hörpu. Þessar keppnir hafa fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af sögu og þróun íslenskrar matreiðslu. Keppendur sýndu einstakan sköpunarkraft og náðu að fanga þema ársins sem var karnival á skemmtilegan hátt.

Keppnin var haldin þegar fyrsti snjór vetrarins skall á með tilheyrandi samgönguerfiðleikum. Þrátt fyrir það mættu keppendur glaðir, ákveðnir og tilbúnir að sýna sitt besta, sem þeir gerðu svo sannarlega.

Dómarar voru sammála um að keppnin heldur áfram að vaxa og hafi verið einstaklega glæsileg í ár, þar sem lítið bar á milli í toppsætunum fimm.

Sjá einnig: Þessir fagmenn dæma Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins

Það vakti einnig gleði að sjá hversu margir nemendur tóku þátt, en þeir voru yfir helmingur keppenda í ár, fullir af metnaði, nýjum hugmyndum og eldmóði.

Skylduhráefni fyrir Eftirréttur ársins & Konfektmoli ársins eru þrjú

  • Cacao Barry Lactée Supérieure 38% – Mjólkursúkkulaði sem er einstaklega fjölhæft í notkun.
  • Capfruit Fruit Purée d’Ananas – Frosið ananasmauk sem inniheldur engin aukaefni, hvorki litar- né bragðefni, aðeins hreinan, náttúrulegan ávöxt. Bjartur litur og sætt bragð.
  • NOROHY Vanilla Beans Paste – Úr hreinum vanillubaunum frá Madagaskar. Djúpt, ilmandi bragð. Engin aukefni eða bragðbætiefni.
Andrés Björgvinsson og Vigdís Mi Diem Vo sigruðu í Eftirrétti og Konfektmola ársins 2025

Andrés Björgvinsson 1.sæti í eftirréttur ársins 2025

Andrés Björgvinsson og Vigdís Mi Diem Vo sigruðu í Eftirrétti og Konfektmola ársins 2025

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir yfirdómari í Eftirréttur ársins og Andrés Björgvinsson verðlaunahafi í eftirréttur ársins 2025

Sigurvegari í Eftirréttur ársins árið 2025

1. sæti Andrés Björgvinsson

2. sæti Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir sem jafnframt fékk nemaverðlaun Garra

3. sæti Gunnar Georg Gray

Andrés Björgvinsson og Vigdís Mi Diem Vo sigruðu í Eftirrétti og Konfektmola ársins 2025

Vigdís Vo 1.sæti í konfektmoli ársins

Andrés Björgvinsson og Vigdís Mi Diem Vo sigruðu í Eftirrétti og Konfektmola ársins 2025

Axel Þorsteinsson dómari, Vigdís Mi Diem Vo sigurvegari í Konfektmola ársins 2025 og Ásgeir Sandholt dómari

Sigurvegari í Konfektmoli ársins 2025

1.sæti Vigdís Mi Diem Vo

2.sæti Bianca Tiantian Zhang

3.sæti Filip Jan Jozefik

Nemaverðlaun Garra í Konfektmola ársins 2025 fékk  Ísabella Karlsdóttir

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins og Konfektmola ársins hlutu í verðlaun námskeið hjá Cacao Barry og í nemaverðlaun er vegleg útttekt hjá Garra. Cacoa Barry hefur áratuga reynslu af því að vinna úr bestu kakóbaunum heims og er þekkt fyrir að sameina hefðbundna súkkulaðigerð við nýjustu tækni.

Markmið Cacao Barry er að veita fagfólki hráefni sem gerir þeim kleift að skapa einstaka og skapandi matarupplifun. Cacao Barry leggur áherslu á sjálfbæra ræktun og vinnur náið með bændum um allan heim til að styðja við sjálfbæra ræktun, auka lífsgæði kakóbænda og tryggja rekjanleika vörunnar.

Myndir: garri.is

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið