Vín, drykkir og keppni
Alþjóðlegi gin dagurinn fagnaður með stæl á Kokteilbarnum og Monkey’s
Kokteilbarinn og Monkey’s ætla að fagna Alþjóðlega gin deginum með sérstökum kokteilviðburði laugardaginn 14. júní. Í tilefni dagsins hafa kokteilsérfræðingar Kokteilbarsins sett saman glæsilegan pop-up seðil þar sem fjögur ólík gin fá að njóta sín í frumlegum og vel útfærðum kokteilum.
Á seðlinum má finna Gin Mare frá Spáni, Stockholm Bränneri frá Svíþjóð, Canaïma frá Suður-Ameríku og hið íslenska Marberg gin. Hver kokteill er hannaður með það að leiðarljósi að draga fram sérstöðu og bragðeinkenni hvers gins fyrir sig.
Kokteilarnir verða í boði á sérstöku PopUp-verði og mun DJ Eva Luna halda stemningunni lifandi með völdum tónlistarlögum kvöldið á enda.
Þetta er einstakur viðburður sem enginn gináhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






