Vín, drykkir og keppni
Alþjóðlegi gin dagurinn fagnaður með stæl á Kokteilbarnum og Monkey’s
Kokteilbarinn og Monkey’s ætla að fagna Alþjóðlega gin deginum með sérstökum kokteilviðburði laugardaginn 14. júní. Í tilefni dagsins hafa kokteilsérfræðingar Kokteilbarsins sett saman glæsilegan pop-up seðil þar sem fjögur ólík gin fá að njóta sín í frumlegum og vel útfærðum kokteilum.
Á seðlinum má finna Gin Mare frá Spáni, Stockholm Bränneri frá Svíþjóð, Canaïma frá Suður-Ameríku og hið íslenska Marberg gin. Hver kokteill er hannaður með það að leiðarljósi að draga fram sérstöðu og bragðeinkenni hvers gins fyrir sig.
Kokteilarnir verða í boði á sérstöku PopUp-verði og mun DJ Eva Luna halda stemningunni lifandi með völdum tónlistarlögum kvöldið á enda.
Þetta er einstakur viðburður sem enginn gináhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






