Smári Valtýr Sæbjörnsson
Almar bakari opnar nýendurbætt og stærra bakarí
Bakaríið Almar bakari sem staðsett er í Sunnumörk í Hveragerði opnaði nýendurbætt og stærra bakarí nú á dögunum.
Vinnslan var í helmingi hússins en þegar Hverabakarí var keypt þá var öll vinnslan flutt þangað.
Ný innrétting, stólar og borð og nýtt gólfefni, en með þessum breytingum er hægt að bjóða upp á sæti fyrir 85 manns og er aðstaða góð fyrir fatlaða. Mikið úrval af samlokum og tvennskonar súpur. Einnig er boðið upp heita pasta-, og núðlurétti í hádeginu ásamt nestispakka fyrir ferðalanga.
Að sjálfsögðu er boðið upp á hið fræga hverabakaða rúgbrauðið og flatkökurnar að norðlenskum hætti og ekki má gleyma öllu jólagotteríinu jólabrauðið, laufabrauðið, stollen og margt fleira.
Útkoman er bakarí/kaffihús með rómuðu yfirbragði. Eftirfarandi myndir voru teknar í opnunarteitinu:
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Keppni21 klukkustund síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó