Smári Valtýr Sæbjörnsson
Almar bakari opnar nýendurbætt og stærra bakarí
Bakaríið Almar bakari sem staðsett er í Sunnumörk í Hveragerði opnaði nýendurbætt og stærra bakarí nú á dögunum.
Vinnslan var í helmingi hússins en þegar Hverabakarí var keypt þá var öll vinnslan flutt þangað.
Ný innrétting, stólar og borð og nýtt gólfefni, en með þessum breytingum er hægt að bjóða upp á sæti fyrir 85 manns og er aðstaða góð fyrir fatlaða. Mikið úrval af samlokum og tvennskonar súpur. Einnig er boðið upp heita pasta-, og núðlurétti í hádeginu ásamt nestispakka fyrir ferðalanga.
Að sjálfsögðu er boðið upp á hið fræga hverabakaða rúgbrauðið og flatkökurnar að norðlenskum hætti og ekki má gleyma öllu jólagotteríinu jólabrauðið, laufabrauðið, stollen og margt fleira.
Útkoman er bakarí/kaffihús með rómuðu yfirbragði. Eftirfarandi myndir voru teknar í opnunarteitinu:
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMest lesnu fréttir ársins 2025





















