Smári Valtýr Sæbjörnsson
Almar bakari opnar nýendurbætt og stærra bakarí
Bakaríið Almar bakari sem staðsett er í Sunnumörk í Hveragerði opnaði nýendurbætt og stærra bakarí nú á dögunum.
Vinnslan var í helmingi hússins en þegar Hverabakarí var keypt þá var öll vinnslan flutt þangað.
Ný innrétting, stólar og borð og nýtt gólfefni, en með þessum breytingum er hægt að bjóða upp á sæti fyrir 85 manns og er aðstaða góð fyrir fatlaða. Mikið úrval af samlokum og tvennskonar súpur. Einnig er boðið upp heita pasta-, og núðlurétti í hádeginu ásamt nestispakka fyrir ferðalanga.
Að sjálfsögðu er boðið upp á hið fræga hverabakaða rúgbrauðið og flatkökurnar að norðlenskum hætti og ekki má gleyma öllu jólagotteríinu jólabrauðið, laufabrauðið, stollen og margt fleira.
Útkoman er bakarí/kaffihús með rómuðu yfirbragði. Eftirfarandi myndir voru teknar í opnunarteitinu:
Myndir: aðsendar

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata