Frétt
Allt um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla
Með nýjum reglum um notkun á norræna Skráargatsmerkinu verður auðveldara fyrir neytendur að velja holl matvæli. Þann 26. mars tók ný Skráargatsreglugerð gildi hér á landi með breyttum skilyrðum fyrir notkun á merkinu. Tilgangur breytinganna er að auka fjölbreytni og framboð af jurtaafurðum og hollum tilbúnum réttum sem má merkja með Skráargatinu, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnun.
Með því að auka hlutdeild jurtaafurða verður máltíðin „grænni“ og stigin skref í átt að aukinni sjálfbærni. Breytingarnar gefa aukinn sveigjanleika og möguleika á vöruþróun. Með nýju reglugerðinni er hægt að skipta út hluta af kornvörum fyrir grænmeti og belgjurtir í brauði og pasta. Að auki geta heilkorn, grænmeti og belgjurtir komið í stað hluta kjötsins í kjötvörum.
Tími til að elda hollan mat er oft knappur í daglegu amstri og því hafa neytendur tekið fegins hendi ýmsum tilbúnum réttum. Reglur varðandi Skráargatsmerkingu tilbúinna rétta hafa hins vegar verið fremur flóknar og takmarkað möguleika á að nota merkið. Nýju reglurnar eru einfaldari og er vonast til að það muni leiða til aukins framboðs á hollum tilbúnum réttum með Skráargatsmerkinu.
Í nýju reglugerðinni er einnig gerð breyting á merkinu sjálfu þannig að táknið ®, sem táknar skrásett vörumerki, verður ekki lengur hluti af Skráargatsmerkinu. Hægt verður að merkja vörur með Skráargatinu ásamt tákninu ® fram til 1. september 2024 og mega þær vera á markaði þar til birgðir eru uppurnar.
Mynd: www.skraargat.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný