Frétt
Allt um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla
Með nýjum reglum um notkun á norræna Skráargatsmerkinu verður auðveldara fyrir neytendur að velja holl matvæli. Þann 26. mars tók ný Skráargatsreglugerð gildi hér á landi með breyttum skilyrðum fyrir notkun á merkinu. Tilgangur breytinganna er að auka fjölbreytni og framboð af jurtaafurðum og hollum tilbúnum réttum sem má merkja með Skráargatinu, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnun.
Með því að auka hlutdeild jurtaafurða verður máltíðin „grænni“ og stigin skref í átt að aukinni sjálfbærni. Breytingarnar gefa aukinn sveigjanleika og möguleika á vöruþróun. Með nýju reglugerðinni er hægt að skipta út hluta af kornvörum fyrir grænmeti og belgjurtir í brauði og pasta. Að auki geta heilkorn, grænmeti og belgjurtir komið í stað hluta kjötsins í kjötvörum.
Tími til að elda hollan mat er oft knappur í daglegu amstri og því hafa neytendur tekið fegins hendi ýmsum tilbúnum réttum. Reglur varðandi Skráargatsmerkingu tilbúinna rétta hafa hins vegar verið fremur flóknar og takmarkað möguleika á að nota merkið. Nýju reglurnar eru einfaldari og er vonast til að það muni leiða til aukins framboðs á hollum tilbúnum réttum með Skráargatsmerkinu.
Í nýju reglugerðinni er einnig gerð breyting á merkinu sjálfu þannig að táknið ®, sem táknar skrásett vörumerki, verður ekki lengur hluti af Skráargatsmerkinu. Hægt verður að merkja vörur með Skráargatinu ásamt tákninu ® fram til 1. september 2024 og mega þær vera á markaði þar til birgðir eru uppurnar.
Mynd: www.skraargat.is
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt