Bocuse d´Or
Algjört ævintýri og smá vonbrigði – Niðurstaðan 8. sætið í Lyon
Þá er Bocuse d´Or ferlið búið þvílíkt ævintýri, mikill þroski að fara í gegnum þetta, margir veggir sem maður lenti á og þurfti að yfirstíga, ásamt gríðarlegum tíma sem var lagt í þetta.
Geng stoltur frá borði með það sem ég og teymið gerðum, þó allt hefði ekki gengið upp úti og við náðum ekki þeim markmiðum sem við settum okkur.
Teymið á þvílíkt hrós skilið fyrir fórnfýsina og tímann sem þeir lögðu í þetta, ég hefði ekki getað beðið um meira af þeim.
Vil aðallega þakka Flóra Guðlaugsdóttir fyrir allan stuðningin og skilningin sem hún sýndi mér þegar ég var í þessu ferli, hefði ekki getað þetta án hennar.
Einnig vil ég þakka Bocuse d´Or strákunum, fjölskyldu, vinum og Bocuse d´Or Team Iceland akademíunni fyrir trúna og stuðninginn á verkefnið.
Svo verð ég að gefa stuðningssveitinni sem mætti út að hvetja okkur risa stórt klapp, þvílíkt sem það heyrðist í Íslendingunum í stúkunni og var gjörsamlega trufflað, þetta var ógleymanlegt móment.
Ætla ekki að segja að þetta hafi verið síðasta keppnin en maður er ekkert að yngjast svo við sjáum til.
Bocuse d´Or mun alltaf fylgja mér núna og ég gæti ekki verið stoltari yfir því að hafa keppt fyrir Íslands hönd.
Höfundur er: Sigurjón Bragi Geirsson Bocuse d´Or kandítat 2023.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas