Ágúst Valves Jóhannesson
Alberto Navarette | Satt | Veitingarýni | F&F
Yfirkokkurinn Alberto Navarette starfar á veitingahúsinu La Luce í Orlando. Hann er fæddur og uppalinn í Oaxaca í Mexíkó en flutti til Napa Valley í Kaliforníu árið 1991.
Hann hefur starfað í yfir 20 ár með Donnu Scala, yfirkokki og veitingahúsaeiganda, við að þróa miðjaðarhafs/ítalskan mat. Aðalsmerki Navarette er að matreiða úr fersku ítölsku hráefni og elda gott pasta, þótt hann sé einnig mjög hæfileikaríkur þegar kemur að því að elda hefðbundinn mexíkanskan mat, en það lærði hann hjá fjölskyldu sinni í Mexíkó.
Alberto Navarette er sagður hæfileikaríkur og iðinn, en hann hóf störf sem uppvaskari og vann sig upp í stöðu yfirkokks sem hann sinnir í dag, en La Luce er 287 sæta veitingahús á Hilton og Waldorf Astoria í Orlando.
La Luce samtvinnar hefðbundið ítalskt eldhús og nýstárlegar og frjálslegar áherslur í matargerð frá Kaliforníu.
Matarupplifunin verður því í senn nýjungagjörn en matreidd með hefðbundnum aðferðum. La Luce hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir matargerð sína, þó sérstaklega fyrir góða pastarétti og pizzur, en mikil áhersla er lögð á gerð góðra pastarétta, rétt eins og á Ítalíu.
Matmikil súpa með hægelduðum uxahölum og baunum. Bragðgóð og vel mettandi.
Þrusugott og heimilislegt salat. Þrátt fyrir rætur og þungan ost þá var salatið um leið létt. Gat ekki hætt að borða það, enda á maður alltaf að klára grænmetið sitt!
Saffranbollurnar voru fylltar með mozzarella osti, stökkar utan, mjúkar að innan. Þótti skrítið að sjá eitthvað sem hét sjávarrétta Bolognese, en það stóðst allar væntingar.

Aðalréttur:
Scottadito. Grilluð lambakóróna, Tuscan baunaragú, grænkál, butternut grasker og mintu Salsa Verde
Æðislegt lamb. Svo bragðgott og vel eldað. Meðlætið passaði vel með. Beinin á lambinu vel unnin og snyrt. Satt að segja þá sést það ekki oft núorðið
Bragðgott.
Þar sem gestakokkurinn sjálfur var fjarverandi, þá kom yfirmatreiðslumaðurinn, Styrmir Karlsson, með alla diska til okkar, útskýrði réttina og allar pælingarnar. Í senn einfaldur, bragðgóður og heiðarlegur matur. Það er gaman þegar veitingastaðir þora að vera þeir sjálfir. Þakkir fyrir góða máltíð.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum