Frétt
Akraneskaupstaður og veitingahús bæjarins í samstarf um heimsendingar
Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar í samvinnu við veitingahús bæjarins hafa komið á samstarfi vegna heimsendingu á heitum mat og öðrum veitingum. Veitingahús bæjarfélagsins bjóða upp á heimsendingu á mat fyrir alla íbúa sem þess óska.
Akraneskaupstaður hefur milligöngu til þeirra sem ekki geta séð sjálfir um matseld í skemmri eða lengri tíma, t.d. vegna aldurs og fötlunar samkvæmt reglum um félagslega heimaþjónustu. Þeir sem telja sig eiga rétt á heimsendum mat í gegnum bæjarfélagið.
Eftirfarandi veitingahús bjóða upp á fría heimsendingu:
Galito býður upp á fría heimsendingu á réttum á matseðli ásamt rétti dagsins alla virka daga. Einnig er hægt að panta samkvæmt matseðli um helgar. Pöntunarsími er 430-6767. Nánari upplýsingar má finna á HÉR á facebooksíðu Galitó.
Gamla Kaupfélagið býður upp á fría heimsendingu á rétti dagsins alla daga nema sunnudaga. Frá mánudegi til fimmtudags er hægt að panta hádegismat. Frá fimmtudegi til laugardags er einnig hægt að panta á kvöldin. Pöntunarsíminn er: 431-4343. Nánari upplýsingar má finna HÉR á facebooksíðu Gamla Kaupfélagsins.
Kallabakarí býður upp á fría heimsendingu á nýbökuðu brauði, kökum og salati. Opið alla daga vikunnar. Pöntunarsími er 431-1644. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu.
Matarbúr Kaju / Café Kaja býður upp á fría heimsendingu á rétti dagsins samkvæmt matseðli frá mánudegi til laugardags. Lokað er á sunnudögum. Boðið er upp á tvennskonar súpu og brauð og einnig er hægt að útbúa sérstakan mat fyrir þá sem eru sykursjúkir. Pöntunarsími er 840-1665. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu.
Mönsvagninn býður upp á heimsendan mat samkvæmt matseðli. Opið á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Pöntunarsíminn er: 867-3163. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu Mönsvagnsins.
Mynd: akranes.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu