Frétt
Áhugi að opna mathöll á Vesturgötu 2 í Reykjavík

Húsnæði Restaurant Reykjavíkur á sér langa sögu. Það var C.P.A. Koch sem fékk árið 1863 leyfi til að byggja húsið með bryggju að framan, en leyfið fékkst með því skilyrði að gerð yrðu göng gegnum húsið að bryggjunni, aðgengileg almenningi.
Byggingin var þá aðeins á einni hæð, með þaki yfir ganginn að bryggjunni, og var notað sem vöruhús og skrifstofur fyrir sjópóstþjónustu.
Til stendur að breyta húsnæðinu við Vesturgötu 2 í mathöll, þar sem Reykjavík Restaurant er til húsa, samkvæmt fyrirspurn Davíðs Pitt arkitekts til skipulagsstjóra Reykjavíkur, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.
Samkvæmt fyrirspurn Davíðs yrði mathöllin með tíu til tólf básum í kjallara og á fyrstu og annarri hæð hússins. Í risi verði starfsmannaaðstaða og skrifstofur. Skipulagsstjóri sem tók málið fyrir á föstudag segist ekki gera neinar skipulagslegar athugasemdir við breytinguna.
Mathallir hafa verið vinsælar á Íslandi, en núna næstu daga ætla eldhressir stórhugar að opna eina glæsilegustu mathöll bæjarins í Borgartúninu.
Sjá einnig:
Mynd: facebook / Reykjavík Restaurant
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





