Frétt
Áhugi að opna mathöll á Vesturgötu 2 í Reykjavík

Húsnæði Restaurant Reykjavíkur á sér langa sögu. Það var C.P.A. Koch sem fékk árið 1863 leyfi til að byggja húsið með bryggju að framan, en leyfið fékkst með því skilyrði að gerð yrðu göng gegnum húsið að bryggjunni, aðgengileg almenningi.
Byggingin var þá aðeins á einni hæð, með þaki yfir ganginn að bryggjunni, og var notað sem vöruhús og skrifstofur fyrir sjópóstþjónustu.
Til stendur að breyta húsnæðinu við Vesturgötu 2 í mathöll, þar sem Reykjavík Restaurant er til húsa, samkvæmt fyrirspurn Davíðs Pitt arkitekts til skipulagsstjóra Reykjavíkur, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.
Samkvæmt fyrirspurn Davíðs yrði mathöllin með tíu til tólf básum í kjallara og á fyrstu og annarri hæð hússins. Í risi verði starfsmannaaðstaða og skrifstofur. Skipulagsstjóri sem tók málið fyrir á föstudag segist ekki gera neinar skipulagslegar athugasemdir við breytinguna.
Mathallir hafa verið vinsælar á Íslandi, en núna næstu daga ætla eldhressir stórhugar að opna eina glæsilegustu mathöll bæjarins í Borgartúninu.
Sjá einnig:
Mynd: facebook / Reykjavík Restaurant

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?