Markaðurinn
Áhugavert námskeið þann 11. janúar 2024 – Grænmetiseldhúsið
Fimmtudaginn 11.janúar klukkan 14 verður námskeið í Garra þar sem Paul Florizone eigandi Greenway og Peter De Wandel matreiðslumeistari hjá Ardo kynna nýjungar og koma með hugmyndir að grænmetisréttum fyrir fagfólk.
Paul Florizone kynntist grænmetismatargerð árið 1996 á ferðalagi um Indland og komst að því að indverska grænmetiseldhúsið er einstaklega bragðgott og fjölbreytt. Á ferð sinni um Indland fæddist hugmyndin að kynna fyrir öðrum hversu bragðgott grænmetiseldhúsið getur verið.
Greenway opnaði sinn fyrsta veitingastað í Gent árið 1998 og sló strax í gegn. Síðan þá hefur fyrirtækið verið brautryðjandi í grænmetismatvörum sem innblásnar eru af indverskri matargerð.
Greenway notar vörur frá Ardo í uppskriftum sínum og því ætlar Peter De Wandel, matreiðslumeistari hjá Ardo að taka þátt í námskeiðinu. Ardo er stöðugt að koma með nýjungar í vöruframboði og uppskriftum sem stuðla að heilbrigðu líferni.
Fimmtudaginn, 11. janúar kl. 14-16
Hádegismóar 1, 110 Reykjavík, 4. hæð
Áhersla á grænmetisrétti, vörur frá Greenway og Ardo
Fyrir matreiðslufólk, nema og annað fagfólk sem starfar viPeter De Wandel matreiðslumeistari hjá Ardo og Paul Florizone eigandi Greenwayð veitingagerð. Takmarkað sætaframboð. Námskeiðið fer fram á ensku.
Skráning hér: Grænmetiseldhúsið
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn56 minutes síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa