Markaðurinn
Áhugavert námskeið þann 11. janúar 2024 – Grænmetiseldhúsið
Fimmtudaginn 11.janúar klukkan 14 verður námskeið í Garra þar sem Paul Florizone eigandi Greenway og Peter De Wandel matreiðslumeistari hjá Ardo kynna nýjungar og koma með hugmyndir að grænmetisréttum fyrir fagfólk.
Paul Florizone kynntist grænmetismatargerð árið 1996 á ferðalagi um Indland og komst að því að indverska grænmetiseldhúsið er einstaklega bragðgott og fjölbreytt. Á ferð sinni um Indland fæddist hugmyndin að kynna fyrir öðrum hversu bragðgott grænmetiseldhúsið getur verið.
Greenway opnaði sinn fyrsta veitingastað í Gent árið 1998 og sló strax í gegn. Síðan þá hefur fyrirtækið verið brautryðjandi í grænmetismatvörum sem innblásnar eru af indverskri matargerð.
Greenway notar vörur frá Ardo í uppskriftum sínum og því ætlar Peter De Wandel, matreiðslumeistari hjá Ardo að taka þátt í námskeiðinu. Ardo er stöðugt að koma með nýjungar í vöruframboði og uppskriftum sem stuðla að heilbrigðu líferni.
Fimmtudaginn, 11. janúar kl. 14-16
Hádegismóar 1, 110 Reykjavík, 4. hæð
Áhersla á grænmetisrétti, vörur frá Greenway og Ardo
Fyrir matreiðslufólk, nema og annað fagfólk sem starfar viPeter De Wandel matreiðslumeistari hjá Ardo og Paul Florizone eigandi Greenwayð veitingagerð. Takmarkað sætaframboð. Námskeiðið fer fram á ensku.
Skráning hér: Grænmetiseldhúsið

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?