Viðtöl, örfréttir & frumraun
Áhugaverður Slow Food viðburður í september 2022
Slow Food á Norðurlöndum (SFN) og Eldrimner, sænska landsþekkingasetrið fyrir smáframleiðendur matvæla í Östersund í Jämtland héraði, standa saman að viðburði í september 2022 þar sem matvæli smáframleiðenda á Norðurlöndum verða í hávegum höfð.
Viðburðurinn er TERRA MADRE NORDIC sem var síðast haldið í Kaupmannahöfn í apríl 2018 og átti að halda 2020 en var frestað vegna Covid faraldursins.
Heitið Terra Madre Nordic (TMN) vísar í Terra Madre (TM) sem er á vegum Slow Food haldið á tveggja ára fresti í Torino á Ítalíu síðan 2004 (ásamt Salone del Gusto, stærsta sýning heims um matvæli sem er opin almenningi og dregur til sín 250 þúsund manns hverju sinni). Ísland hefur þrisvar tekið þátt í TM með bás.
Á TM er alþjóðleg sýning matvæla frá smáframleiðendum sem hafa fengið viðurkenningu Slow Food en einnig og jafnvel mikilvægara, málþing, málstofur, vinnustofur (worshop), smakkanir, fyrirlestrar, svæðisfundir og höfðar til bænda, framleiðenda, nema, háskólafólks, matreiðslumanna, alþjóðastofnanna (og stjórnmálamanna) og margra annarra. Það sama gildir um TMN.
NAFA hluturinn af viðburðinum stendur fyrir Nordic Artisan Food Awards og verður haldið í fyrsta skipti eftir sömu reglum og fyrirkomulagi sem hefur verið notað fyrir sænska Særimner, sænska matvælakeppni fyrir smáframleiðendur sem hefur verið einkar vinsæl og náð útbreiðslu á öllum Norðurlöndum. Auk Norðurlandakeppni, mun Eldrimner skipuleggja markaðstorg í Stora Skuggan fyrir alla þá sem munu taka þátt í keppninni og aðra sem skrá sig sérstaklega.
Nánari upplýsingar á eftirfarandi vefslóðum:
Slow Food á Norðurlöndum (Slow Food in the Nordic Countries).
NAFA.
NAFA TERRA MADRE skipulag
Eins og Terra Madre 2018, hafa Slow Food samtökin á Norðurlöndum fengið styrk frá Norrænu Ráðherranefndinni, Ny Nordisk Mad, til að standa straum af kostnaði fyrir viðburðinn sjálfan.
Verkefnastjórinn, Jannie Vestergaard ([email protected]) er dönsk með viðtæka reynslu um matvælaframleiðslu í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi þar sem hún hefur starfað í þeim löndum í mörg ár með smáframleiðendum og skipulagt með þeim og þarlendum opinberum aðilum og samtökum viðburði af ýmsu tagi. TMN ber ábyrgð á dagskrá, málstofum, vinnusmiðjum, smökkunum og uppákomum á svæðinu.
Eldrimner ber ábyrgð á keppninni og markaðstorginu.
DAGSKRÁ (bráðábyrgða)
Dagskráin er enn í mótun (maí 2022) en þema NAFA-TMN 2022 eru:
„Regenerative and resilient – Arctic and Nordic Food“
Tvær málstofur verða haldnar til að fara dýpra í þessum hugtökum þar sem bændur jafnt sem stjórnmálamenn eða sérfræðingar munu kryfja málin til mergjar.
Stór „tipi“ tjöld verða reist á svæðinu til að hýsa markaðstorgið og smakkanir, en margir möguleikir eru fyrir hendi um svæði fyrir málstofur, vinnustofur og smakkanir.
Carola‘s Eko veitingahús í Stora Skuggan er samstarfsaðili TMN og NAFA.
ÍSLENSK ÞÁTTTAKA
Íslendingum stendur til boða að:
- taka þátt í Norðurlandakeppni (óháð þátttöku í markaðstorginu)
- taka þátt í markaðstorginu (sölutorg)
- taka þátt með sínar vörur í vinnusmiðjum eða smökkunum, sem verða samnorrænar
Kostnaður við þátttöku er mjög stillt í hóf (t.d. kostar 1 x 5-6 bása tjald 8000 SEK eða 110 000 ISK +vsk, vatn, rafm.) og þátttaka í vinnusmiðjum eða smökkunum er kostað af þeim sem skrá sig (gegn gjaldi).
Aðgangseyrir verður á svæðinu sem er á besta stað nálægt miðborg Stokkhólms.
Allar nánari upplýsingar veita:
Dominique Plédel Jónsson [email protected] – +354 898 40 85
Jannie Vestergaard [email protected]
Hér er hægt að lesa nánar um Slow Food og viðburðurinn TERRA MADRE NORDIC.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?