Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Áhugaverð námskeið hjá Vínskólanum á Spritz

Birting:

þann

Vínskólinn á Spritz

„Í Vínskólanum á Spritz fræðum við gesti okkar um vín í gegnum vínsmakk á sjö mismunandi víntegundum hvaðan af úr heiminum.

Það má segja að við færum vínmenningu heimsins með sérvöldum vínum til gesta okkar og þannig kennum við fólki um vín, vínmenningu, hvernig á að para vín með mat og hvernig fólk getur lært betur á eigin smekk.“

Segir Kristijan Gacal, vínsérfræðingur frá Króatíu í viðtali við vinleit.is, sem hægt er að lesa í heild sinni með því að smella hér eða hér að neðan ásamt myndum frá námskeiði:

Vínskólinn á Spritz

Kristijan Gacal, vínsérfræðingur frá Króatíu

Hvernig fórstu út í þessa starfsemi?

Sérstakur áhugi minn á víni kviknaði í kringum árið 2000 þegar ég fór að kynna mér C.M.S. nám sem ég svo ákvað að fara í. Eftir það snýst þetta svo mikið um mann sjálfann og hversu mikið meira maður vill læra en ég lýt á sem svo að ég hafi lært mest á því að vera að hrærast í þessum bransa síðan þá en ég hef unnið á skemmtiferðaskipum um allan heim en einnig á michelin stöðum í Kaupmannahöfn.

Áttu þína uppáhalds þrúgu og léttvín?

Þegar kemur að vínþrúgum þá eru frönsku rauðvínin alltaf í uppáhaldi, ég er mikið fyrir vín sem sýna vel jarðveginn sem þau koma frá. Þá sérstaklega þurr vín sem endurspegla héröðin vel. Ef ég ætti að velja sérstakt uppáhald þá er það Cabernet bösuð vín frá St. Julien og Merlot frá Pomerol.

Vínskólinn á Spritz

Hefur þú farið á vínekru ef svo er hvernig var upplifunin?

Að fara á vínekrur er það skemmtilegasta sem ég geri en ég reyni að fara á eins margar vínekrur og ég get í frítíma mínum, ég hef þá skoðað ekrur í Króatíu, St. Julien, Toscana, Kaliforníu, Upstate New-York og alla leið til Kanada og margar fleiri.

Nánari upplýsingar um Vínskólann á Spritz:

„Í Vínskólanum eru allar spurningar leyfðar og bæði fólk með reynslu í víni og byrjendur geta mætt til okkar til að fræðast og hafa gaman. Vínskólinn á Spritz hentar vel fyrir hópa eða einstaklinga sem vilja koma til okkar í gullfallega veislusalnum okkar Spritz Venue á Rauðarárstíg og smakka góð vín, hlæja og hafa gaman með okkur í afslöppuðu umhverfi.

Við erum með opin námskeið sem hver sem er getur sótt alla miðvikudaga kl 18:00, miða á það má nálgast HÉR. Annars ef þið eruð hópur, þá 10 manns eða fleiri, er hægt að bóka einkanámskeið hjá okkur, þá er best að hafa samband við okkur beint í gegnum heimasíðuna okkar Spritz.is eða í síma 845-4069.

Ég hlakka ótrúlega mikið til að taka á móti öllum þeim sem vilja koma til okkar og smakka vín og hafa gaman í afslöppuðu umhverfi.“

Segir Kristijan Gacal að lokum.

Myndir: aðsendar / Ivan Svanur

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið