Vín, drykkir og keppni
Aðalsteinn Bjarni vann Absolut Invite Iceland 2014

Verðlaunahafar F.v. Jakob Már Harðarson (3. sæti), Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson (1. sæti) og Andrea Benediktsdóttir (2. sæti)
Flestir af færustu barþjónum landsins tóku þátt í kokteilkeppninni Absolut Invite Iceland sem haldin var miðvikudag 12. febrúar á hinum rómaða veitingastað Loftið þar sem gríðarleg stemmning myndaðist meðal keppenda og gesta.
Fókus keppninnar í ár er eingöngu á lúxus vodkann Absolut ELYX sem aðalefnishluta. Keppendur voru einnig hvattir til að nota önnur „handcraft“ hráefni og að búa til og nota eigin íblöndunarefni eða rekjanlega vöru eins og hunang, marmelaði, sultur, ávexti, sýróp og líkjöra.
- Svavar Helgi frá Sushi Samba
- Starfsmenn Globus
- Ólafur Örn kynnir
- Kári frá Sushi Sambamba og drykkurinn Green6 Bijou
- Jökull frá Fiskfélaginu með drykkinn Iðunns Elyxir
Fjöldi barþjóna höfðu verið boðinn þáttaka og verðlaunin eru glæsileg en sigurvegarinn hlaut ferð til Svíþjóðar og þátttökurétt til að etja kappi við bestu barþjóna norður Evrópu í Absolut Invite í lok maí.
Absolut Invite er mjög krefjandi keppni fyrir barþjóna því áður en þeir stigu inn fyrir barborðið á Loftinu og blönduðu tvo kokteila voru þeir búnir að taka skriflegt próf um sögu Absolut og kokteila, ásamt því að að finna út með blindsmökkun tíu áfengistegundir og finna út tvo íblöndunarefni í tveim mismunandi Absolut ELYX kokteilum.
- Harpa frá Fiskmarkaðnum undirbýr drykkinn Absolutely Foamtastic
- Dómarar að störfum
- Blindsmakk og skriflegt próf
- Barþjónarnir frá Austur
- Barþjónar frá Loftið
Dómarar í ár voru reynsluboltanir Tómas Kristjánsson forseti barþjónaklúbbs Íslands og eigandi á veitingastaðnum Steikhúsið, Ásta Guðrún eigandi á veitingastaðnum Kopar, Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir á Vinotek, Alba vínþjónn á Slippbarnum og vín-og matgæðingurinn Ólafur Örn Ólafsson var kynnir kvöldsins.
Úrslit
- sæti Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson frá veitingastaðnum Kol
- sæti Andrea Benediktsdóttir frá Grillinu Hótel Sögu
- sæti Jakob Már Harðarson frá Grillinu Hótel Sögu
Drykkirnir
Aðalsteinn Bjarni
Nr.5
4,5 cl Myntu Infused Elyx Absolut Vodka
1,5 cl Grape Absolut Elyx Líkjör
1,5 cl Hunang
1,0 cl Ferskur gingersafi
2,25 cl Ferskur limesafi
1 eggjahvíta
2 dass af Heimagerður appelsínubitter með Elyx Vodka Toppað með
sódavatni
Nr.7
4,5 cl Absolut Elyx
2,25 cl El Coto Grand Reserva Rioja
1,5 cl Ferskur Limesafi
0,75 cl Timían/Ananassýróp
2 dass Heimagerður kaffibitter með Elyx Vodka
Andrea
Aromatic Elixir
3 cl sítrónusafi
2 cl orange anís síróp
2 cl heimagerður aromatic bitter
2 cl Tea&Chili-infused Absolut Elyx
2,5 cl Absolut Elyx
1 cl hunangssíróp
2 tsk. berjasulta
dass eggjahvíta
Sourcreme
2 Ferskir Passionfruit
6 Myntublöð
3 tsk rósmarínsykur
1/2 lime
1/4 sítróna
3 cl Absolut Elyx
3 cl rjómi
1 cl vanillu&engifer síróp
Jakob Már
Down by the sea
4 cl Absolut Elix
2 cl soð af krækling
1 cl sítrónusafi
9 cl tómatsafi
íslenskt þurrkað söl á glasabarm
Kræklingur soðinn í hvítvíni og saffran í ca 5 mín. soð sigtað frá.
Íslenskir pressaðir tómatar
Allt hráefni hrist saman á ís
Glasabarmur vættur með sítrónu og söli
Strainað í on the rocks glas á klaka
Ofan á klakana í glasinu er síðan settur einn kræklingur ásamt ferskum svörtum pipar og vatnakarsa
Omnon love deligth
3 cl Absolut Elix
2 cl súkkulaði síróp
1 cl maukuð jarðarber
0,5 cl hálfþeyttur rjómi
skvetta sítrónusafi
66% Omnon madgagaskar súkkulaði brætt með púðursykri vatni vanillustöngum og sítrónu
Allt hráefni hrist saman á ís
Glasabarmur skreyttur með jarðarberi og súkkulaði
Strainað í kokteilglas

Dómarar f.v. Ólafur Örn Ólafsson kynnir, Alba vínþjónn á Slippbarnum, Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir á Vinotek, Tómas Kristjánsson forseti barþjónaklúbbs Íslands og eigandi á veitingastaðnum Steikhúsið, Ásta Guðrún eigandi á veitingastaðnum Kopar
Ólíkar og bragðmiklar útgáfur
Hið sænska Absolut vodka er eingöngu unnið úr náttúrulegum afurðum ólíkt mörgum öðrum vodka tegundum en það er eingöngu unnið úr vetrarhveiti frá Skåne í suðurhluta Svíþjóðar. Í raun er Absolut vodka eins tært og vodka getur mögulega verið. Þrátt fyrir að vera svona tært og hreint þá hefur það samt sem áður eigin karakter í bragði, er ríkulegt með góða fyllingu, mjúkt og milt en nokkuð flókið í senn í bragði.
Absolut er fáanlegt í ýmsum útgáfum og þá tónað með bestu hugsanlegu náttúrulegum bragðtegundum, þó ekki þannig að það hafi áhrif á upprunalega áferð eða tærleika drykkjarins. Þar sem nánast enginn sætleiki er til staðar hentar Absolut vel sem grunnur í alla kokteila og ýmsa aðra drykki. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið og finna sinn uppáhaldsdrykk.
- Aðalsteinn Bjarni frá Kol
- Alexandre Lambert frá Loftinu
- Alli B
- Andrea frá Grillið Hótel Sögu hellir hér drykknum Sourcreme
- Ásta og Alba
Sumar bragðtegundir eru ávallt á boðstólum en aðrar í takmörkuðu magni. Þær þekktustu eru til dæmis Absolut Citron, Absolut Raspberri, Absolut Mandrin og Absolut Vanilia. Fleiri tegundir gera það gott á veitingahúsum og börum, eins og Absolut Gräpevine, Absolut Mango, Absolut Pears og Absolut Orient Apple þar sem tekist hefur skemmtilega að draga fram ferskt einkenni grænna og rauðra epla ásamt engiferrót.
Myndir: Björn Blöndal

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta