Keppni
Aðalhráefnið í forkeppninni er þorskur og þorskkinnar – Nánari upplýsingar um Kokkur ársins 2017
Eins og fram hefur komið þá hafa 12 matreiðslumenn verið valdnir til að keppa í undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2017.
Umsóknarferlið var þannig á leið að allir faglærðir matreiðslumenn (þ.m.t. sveinsprófshafar) sem sækjast eftir titlinum Kokkur ársins 2017 sendu inn uppskrift ásamt mynd af réttinum. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, valdi nafnlaust þær 12 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti réttar.
Forkeppnin fer fram á mánudaginn 18. september á veitingastaðnum Kolabrautinni í Hörpu og eru fimm keppendur sem komast áfram og keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2017. Tilkynnt verður hvaða 5 keppendur keppa til úrslita, á Kolabrautinni kl: 15:30 sama dag.
Tímasetning í forkeppninni
Nafn: | Röð | inn: | Byrja: | skila: | Út: |
Garðar Kári Garðarsson / Strikið og eftir keppni Deplar Farm | 1 | 08:45 | 9:00 | 9:45 | 10:00 |
Knútur Kristjánsson/Köket Falkenberg | 2 | 08:50 | 9:05 | 9:50 | 10:05 |
Rúnar Pierre Heriveau / Grillið Hótel Saga | 3 | 08:55 | 9:10 | 9:55 | 10:10 |
Daníel Cochran Jónsson / Sushi Social | 4 | 10:15 | 10:30 | 11:15 | 11:30 |
Ari Freyr Valdimarsson / Matarkjallarinn | 5 | 10:20 | 10:35 | 11:20 | 11:35 |
Hafsteinn Ólafsson / Sumac Grill + Drinks | 6 | 10:25 | 10:40 | 11:25 | 11:40 |
Logi Brynjarsson / Höfnin | 7 | 11:45 | 12:00 | 12:45 | 13:00 |
Víðir Erlingsson / Bláa Lónið | 8 | 11:50 | 12:05 | 12:50 | 13:05 |
Sævar Lárusson / Kol | 9 | 11:55 | 12:10 | 12:55 | 13:10 |
Bjarni Viðar Þorsteinsson / Sjávargrillið | 10 | 13:15 | 13:30 | 14:15 | 14:30 |
Arsen Aleksandersson / Argentína Steikhús | 11 | 13:20 | 13:35 | 14:20 | 14:35 |
Sindri Guðbrandur Sigurðsson/Langá Veiðih | 12 | 13:25 | 13:40 | 14:25 | 14:40 |
Keppnisfyrirkomulag
Í forkeppninni verður ekki tekið strangt á tímaskilum, viðmiðunnar mörk eru +/- 2 mín eða í samráði við eldhúsdómara. Klukkan stöðvast þegar 5 diskum til dómara hefur verið skilað. Þó ber að hafa í huga að umframtími dregst frá 15 mín. sem hver og einn hefur til að skila hreinni stöð.
Vægi dóma er: Eldhús 10 %, Framsetning 40 %, Bragð 50 %
Keppendur hafa 15 mínútur til að stilla sér upp, 45 mínútur til að elda innsenda uppskrift fyri 12 manns og 15 mínútur til að ganga frá og skila hreinu eldhúsi.
Hver keppandi skilar 12 diskum í samræmi við uppskrift þar sem aðalhráefnið er þorskur og þorskkinnar, íslenskar kartöflur sem sterkju og íslenskt blómkál sem aðalmeðlæti. Rétturinn skal vera aðalréttur.
Keppt verður í þremur samhliða eldhúsum á Kolabraut Restaurant þar sem keppendur ganga að og deila öllum þeim tækjum sem þar eru og mega einnig koma með öll minniháttar rafmagnstæki sem þarf til að fulkomna innsenda uppskrift.
Keppendur mega koma með allt tilbúið eða eins mikið undirbúið og þeir vilja.
Leyfilegt er að koma með diska eða nota diska sem Kolabrautin á, framsetning þarf þó að halda sér að mestu þó að notaðir séu aðrir diskar en við myndatöku.
Aðgangur er að öllum þeim tækjum og tólum sem eru á Kolabrautinni.
Ekki er leyfilegt að vera með aðstoðarmann í undanúrslitum, aðstoðarmaður má þó koma með keppenda, aðstoða við að stilla upp og ganga frá.
Keppendur skila 5 diskum til dómara, einum disk í myndatöku og 6 diskum til gesta.
Þeir Keppendur sem komast í úrslit fá upplýsingar um verkefnið sem þeirra bíður þar föstudaginn 22. september og fá þeir úthlutað aðstoðarmanni úr Hótel og matvælaskólanum sem aðstoðar þá í keppninni sjálfri. 5 manna úrslitakeppni verður haldin 23. september í Hörpu þar sem eldað verður 3ja rétta og 5 tímar í fyrsta rétt.
Það er Klúbbur Matreiðslumeistara sem hefur haft veg og vanda af skipulaginu.
Verðlaun
Kokkur ársins 2017 er besti kokkur landsins árið 2017 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2018 sem fram fer í Danmörku vorið 2018 og einnig 250 þúsund í verðlaun.
Kokkur ársins í fyrra
Til gamans má geta að þeir fimm sem kepptu til úrslita í fyrra voru Denis Grbic, Ari Þór Gunnarsson, Axel Björn Clausen Matias, Hafsteinn Ólafsson og Sigurjón Bragi Geirsson. Það var Denis Grbic starfandi matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu sem hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður á Nasa. Í þriðja sæti var Ari Þór Gunnarsson matreiðslumaður á Fiskifélaginu.
Vídeó
Í eftirfarandi myndbandi er frá keppninni Kokkur ársins 2016 og Matreiðslumaður Norðurlanda í júní s.l.:
Allt um keppnina
Allt um Kokkur ársins er hægt að nálgast á sérvef keppninnar hér á veitingageirinn.is með því að smella hér.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði