Vín, drykkir og keppni
Aðalfundur Vínþjónasamtakanna nk sunnudag
Kæru félagsmenn,
Sunnudaginn þann 24. mars næstkomandi, kl. 15:00, verður haldinn aðalfundur Vínþjónasamtaka Íslands á Port 9. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan stjórn fer yfir ýmis málefni.
Þar sem það eru komin þrjú ár frá því að núverandi stjórn tók við er það okkar ánægja að leiða ykkur í gegnum vinnu samtakarinnar á þessum tíma bæði hér heima og á alþjóðavettvangi.
Einnig viljum við vekja athygli á því að í ár fara fram kosningar nýrrar stjórnar. Við sitjandi stjórn munum gefa aftur kost á okkur og munum við kynna framtíðar áform okkar fyrir samtökin á aðalfundinum.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til nýrrar stjórnar:
Vinsamlegast sendið inn kynningarefni á [email protected] ekki seinna en fimmtudaginn 21. mars.
Fjöldi stjórnar skal telja virka meðlimi sem munu fylla í stöður Forseta, Varaforseta og Gjaldkera.
Kynningarefnið skal vera á pdf skjali eða power point.
Einungis meðlimir Vínþjónasamtaka Íslands geta boðið sig fram til nýrrar stjórnar.
Endilega munið að greiða félagsgjöldin ef þið viljið nýta kosningaréttinn.
Eftir fundinn munu Samtök íslenskra Eimingarhúsa bjóða uppá létt smakk og kynningu á vörum sínum.
Ef það eru einhverjar fyrirspurnir, endilega hafið samband við okkur á [email protected].
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Vínþjónasamtaka Íslands,
Alba E. H. Hough – Forseti
Peter Hansen – Varaforseti
Þorleifur Sigurbjörnsson – Gjaldkeri
Dear members,
The general assembly of the Icelandic Sommelier Association will be held on Sunday, March 24th, at 15:00. The assembly shall take place at Port 9 where light refreshments shall be served as the board covers the association’s various activities both nationally and internationally.
2024 is an election year as it marks the third year of the sitting board’s administration. We the current board are happy to officially declare our intention to run for re-election and will share our vision for the association’s future.
For those who are interested in forming a new board and running for election, please note the following:
Please send in all presentation materials to [email protected] before Thursday, March 21st.
The board must consist of three active members for the positions of President, Vice-President and Treasurer.
The presentation formats should be pdf or power point.
Only registered members of the Icelandic Sommelier Association may run.
Please make sure that your membership fees have been paid as they are required for your voting rights.
A special tasting by the Icelandic Distiller’s Association will take place at the end of the meeting.
If you have any questions at all, please contact us at [email protected].
On behalf of the Icelandic Sommelier Association,
Alba E. H. Hough – President
Peter Hansen – Vice-President
Þorleifur Sigurbjörnsson – Treasurer
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði