Frétt
Að lifa með veirunni – Slakað á takmörkunum eða þær hertar allt eftir því hver þróunin verður
Ljóst er að íslenskt samfélag er nú að hefja annan kafla í glímunni við Covid-19 þar sem vera kann að beita þurfi aðgerðum bæði innan lands og á landamærum um langt skeið til að hefta útbreiðslu veirunnar. Veiran er enn í vexti víða um lönd og sums staðar verið að herða reglur aftur.
Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að halda beri áfram skimunum á landamærum auk þess sem nú eru í gildi umtalsverðar takmarkanir á samkomuhaldi í samfélaginu. Verið er að beita skimunum, sýnatökum, smitrakningu, einangrun og sóttkví líkt og gert hefur verið allt frá upphafi faraldursins og mun það verða gert áfram. Vera kann að slakað verði á takmörkunum eða þær hertar allt eftir því hver þróunin verður.
Margháttað samráð hefur verið viðhaft allt frá því að veiran skaut fyrst upp kollinum hér á landi. Stýrihópar hafa verið starfandi, annars vegar um innanlandsvarnir og hins vegar um skimanir á landamærum þar sem ýmsir aðilar hafa verið kallaðir til.
Með vísan til þess hversu stórt samfélagsverkefni er um að ræða liggur fyrir að við þessi kaflaskil þarf að að efna til samráðs helstu lykilaðila um áframhaldandi aðgerðir gegn Covid-19. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst nk. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið. Vegna takmarkana á samkomum fer hluti af vinnustofunni fram með fjarfundabúnaði í fleiri hópum til þess að sem flest sjónarmið komist að.
Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að undirbúningi vinnustofunnar og mun bjóða til þessa vettvangs innan skamms í samstafi við önnur ráðuneyti og stjórnvöld. Nánar verður greint frá fyrirkomulagi og verklagi snemma í næstu viku.
Í framhaldi af vinnustofunni verður komið á fót fimm manna verkefnateymi til að annast framkvæmd aðgerða vegna Covid-19. Teymið mun starfa undir stjórn sóttvarnalæknis út árið 2021.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta24 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður