Viðtöl, örfréttir & frumraun
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara (KM) verður haldinn í Hörpu laugardaginn 11. janúar 2025 næstkomandi. Er þetta einn stærsti og glæsilegasti viðburður ársins og verður klárlega eftirminnilegt kvöld líkt og hefur verið til fjölda ára.
Sjá einnig: Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara 2024
Þessi viðburður hefur verið haldinn árlega síðan 1988, fyrir utan tvö ár sem allir þekkja, það er Covid tímabilið.
KM áætlar að þegar hæst stendur verða yfir 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn á svæðinu, þannig að allir ættu að hitta einhvern sem þeir þekkja.
Hátíðarkvöldverðurinn er aðalfjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara þar sem bestu matreiðslumenn landsins taka höndum saman og framreiða margrétta hátíðarmatseðil ásamt sérvöldum eðalvínum.
Allur ágóði kvöldsins rennur til starfsemi Klúbbs matreiðslumeistara, þannig verður klúbbnum kleift að efla matargerðarlist og styðja framgöngu klúbbfélaga bæði hér heima og erlendis með rekstri Kokkalandsliðsins og keppninnar um Kokk ársins. Næsta stóra mót Kokkalandsliðsins er heimsmeistaramót sem haldið verður í Lúxemborg 2026.
Miðaverð er 75.000 kr. og rennur allur ágóði kvöldsins til Kokkalandsliðsins.
Yfirmatreiðslumaður kvöldsins er Arnar Darri Bjarnason.
Myndir frá Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara 2024 – Ljósmyndari: Mummi Lú

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni