Food & fun
Sushisamba hlaut verðlaun fyrir Food and Fun kokteil ársins 2014 | Fjórði sigur Sushisamba kominn í hús

Frá verðlaunaafhendingunni í Hörpu í gær, f.v. Gunnsteinn Helgi á Sushi Samba og Jón Haukur Baldvinsson verkefnastjóri Food and fun
Sushisamba kokteillinn bar sigur úr bítum á Food and fun hátíðinni og tók höfundur Gunnsteinn Helgi barþjónn á Sushisamba við glæsilegum verðlaunagrip við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær.
Í verðlunadrykknum er reykt te, Reyka vodki, Sake, Te-líkjör, Ponzu, agave síróp, jalapeno.
Þetta er fjórði sigur Sushisamba í kokteilkeppnum frá því að staðurinn opnaði fyrir rúmlega tveimur árum, en í febrúar í fyrra sigraði Gunnsteinn Helgi Absolut Invite keppnina með drykkinn Absolut Amazing. Orri Páll sigraði í Toddý keppnina í nóvember í fyrra með drykkinn Samba te.
Kári á Sushisamba sigraði Vinnustaðakeppnina sem haldin var Samhliða Íslandsmeistaramóti barþjóna á Hilton Hótel Nordica nú í febrúar s.l.
Glæsilegur árangur hjá barþjónunum á Sushisamba.
Mynd: af facebook síðu Sushisamba.
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025





