Markaðurinn
Bragð af bóndadegi – Reyktur cheddar á fullkomnum hamborgara
Bóndadagurinn er rétt handan við hornið. Reyndar bara næsta föstudag ef ég á að vera alveg nákvæm. Bændur eru vissulega eins misjafnir og þeir eru margir en minn kann alltaf vel að meta vel útilátinn heimagerðan hamborgara. Þessi er ekki flókinn í gerð en það sem gerir hann einstakan er cheddarostur með reykbragði sem gengur undir nafninu „Logi“.
Með dálitlu af fersku grænmeti, vænum beikonsneiðum, heimagerðri hamborgarasósu og stökkum frönskum til hliðar er þetta algerlega fullkomin bóndadagsmáltíð, tja, allavega fyrir þá sem kunna minna að meta súrmatinn.
Bóndadagsborgari með heimagerðri hamborgarasósu, beikoni og reyktum cheddar
Innihald:
2 stk. 140g hamborgarar (eða stærri ef vill)
2 stk. hamborgararabrauð
6 beikonsneiðar
2-4 sneiðar Logi – cheddar ostur með reykbragði frá Ostakjallaranum
Salat, magn eftir smekk
Rauðlaukur, skorinn í sneiðar
Tómatur, skorinn í sneiðar
Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
Franskar kartöflur, ef vill
Aðferð:
Byrjið á því að útbúa hamborgarasósuna og geymið í kæli á meðan rest er græjuð.
Takið hamborgarana og þrýstið vel á þá með höndunum og fletjið enn meira út. Kryddið ríflega með salti og pipar. Setjið til hliðar.
Skerið grænmetið og hitið ofn eða airfryer og hitið franskar eftir leiðbeiningum. Steikið beikonið.
Steikið því næst hamborgarana á þykkbotna steypujárnspönnu eða grillið á útigrilli. Þegar borgurunum er snúið, leggið þá sneið af Loga yfir hamborgarann. Það má alveg setja tvær sneiðar af ostinum á hvorn borgara, allt eftir því hvað ykkur hugnast!
Þegar borgarinn er tilbúinn er gott að hita brauðin í örskamma stund í ofninum.
Mér finnst best að raða á hamborgarana þannig að á botninn komi fyrst sósa, því næst salatblöð, þá tómatsneiðar, þá borgarinn, ofan á hann kemur þá rauðlaukurinn, beikonsneiðar og svo lokað með toppbrauðinu sem hefur verið smurt vel með hamborgarasósunni.
Njótið með stökkum frönskum og það er ljómandi gott að nota restina af hamborgarasósunni sem ídýfu.
Heimagerð hamborgarasósa
4 msk. majónes
2 msk. 18% Sýrður rjómi frá Gott í matinn
1 msk. tómatsósa
2 tsk. amerískt gult sinnep
3/4 tsk. hvítlauksduft
¾ tsk. laukduft
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. fljótandi reykur (liquid smoke)
6-8 sneiðar sýrðar gúrkur með dilli, fínt saxaðar
Aðferð:
Setjið majónes og sýrðan rjóma í skál og hrærið saman.
Bætið tómatsósu og sinnep saman við og hrærið.
Setjið þá restina af innihaldsefnunum saman við og hrærið vel. Látið taka sig í kæli á meðan þið græjið hamborgarana.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti