Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý

Birting:

þann

Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu

Út er komin bókin Matreiðsla – Matvælabraut 2. og 3. þrep, en fyrsta þrep bókarinnar kom út fyrir rúmu ári síðan.

Sjá einnig: Matreiðslumeistarar gefa út kennslubók

Höfundar bókarinnar Matreiðsla – Matvælabraut 2. og 3. þrep eru Ægir Friðgeirsson, Hinrik Carl Ellertsson, Hermann Þór Marinósson og Ragnar Wessman, ásamt Iðnú útgáfu.

Boðið er til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu bókarinnar, en hófið fer fram í þjónarými Menntaskólans í Kópavogi föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 16:30. Aðgengi er vinstra megin við bílastæði skólans.

Bókin er unnin með það að leiðarljósi að efla kennslu og þekkingu nemenda í matreiðslu og styðja við markmið matreiðslubrautarinnar um framúrskarandi menntun í matargerð.

Á viðburðinum, á föstudaginn 17. janúar næstkomandi kl. 16:30, gefst gestum tækifæri til að kynna sér vefbókina, ræða við höfunda hennar og njóta léttari veitinga.  Hófið er öllum opið og er kjörið tækifæri til að hitta fagfólk, kennara og áhugafólk um matargerð á léttu og óformlegu nótunum.

Viðburðurinn er kjörin leið til að fagna útgáfu bókarinnar og kynnast nýjum straumum í matareiðslunámi.

Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu

Höfundar bókarinnar: f.v. Hermann Þór Marinósson, Hinrik Carl Ellertsson, Ragnar Wessman og Ægir Friðriksson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið