Vín, drykkir og keppni
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
Spennandi viðburður er á næsta leiti hjá klúbbmeðlimum Kampavínsfjelagsins sem haldinn verður í einkasalnum á veitingastaðnum Monkeys þar sem meðlimir skála saman og opna nokkrar alltof stórar flöskur.
Fyrir gesti og gangandi þá verður sérstakur kampavínsviðburður hjá Monkeys frá og með fimmtudeginum 16. janúar næstkomandi til og með sunnudeginum 2. febrúar þar sem á boðstólum verður 6 rétta matseðill sem er paraður með 4 sérvöldum kampavínum frá Kampavínsfjelaginu.
Hægt er að skrá sig í klúbbinn með því að smella hér.
Matseðillinn á Monkeys ásamt kampavíns pörun
Lystauki:
Túnfisk tartar með stökkum plantain bönunum Túnfisk tartar, rósapipar, rjómaostakrem, hunangspestó, plantain bananar
Laxa tiradito
Laxa sashimi, sesamponzu, eldpipar macha, sesamfræ, graslaukur
&
Tígrisrækjur tempura
Djúpsteiktar tígrisrækjur risarækjur, salsa verde, jalapenjódýfa
Philipponnat Royale réserve Non dosé – Nánari upplýsingar hér.
————-
Túnfisks ceviche
Túnfiskur, ástaraldin- og sítrusdressing, rauðlaukur, vorlaukur, vatnsmelóna, kasjúhnetur, granatepli
Charles Heidsieck Réserve rosé – Nánari upplýsingar hér.
————-
Þorskur í sætri miso
Léttsaltaður þorskhnakki í miso og mirin-marineringu, sítrónugrasfroða, kryddjurtaolía, svört sítróna
Philipponnat Blanc de noir 2018 – Nánari upplýsingar hér.
————–
Kolagrillað Kálfa Ribeye
Kolagrillað kálfa ribeye, kartöflukaka, seljurót, miso sætkartöflumauk, nautasoðgljái
Piper-Heidsieck Brut rosé – Nánari upplýsingar hér.
————–
Origami fuglinn Vanillumús með epla- og fáfnisgrassfyllingu, heslihnetupralínbotni og kókos gelato
Matseðill 14.990 á mann
Kampavínspörun 14.990 á mann
Borðabókanir á Dineout.is hér.
Mynd: facebook / Monkeys & Kokteilbarinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






