Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun

Birting:

þann

Monkeys & Kokteilbarinn

Spennandi viðburður er á næsta leiti hjá klúbbmeðlimum Kampavínsfjelagsins sem haldinn verður í einkasalnum á veitingastaðnum Monkeys þar sem meðlimir skála saman og opna nokkrar alltof stórar flöskur.

Fyrir gesti og gangandi þá verður sérstakur kampavínsviðburður hjá Monkeys frá og með fimmtudeginum 16. janúar næstkomandi til og með sunnudeginum 2. febrúar þar sem á boðstólum verður 6 rétta matseðill sem er paraður með 4 sérvöldum kampavínum frá Kampavínsfjelaginu.

Lystauki:

Túnfisk tartar með stökkum plantain bönunum Túnfisk tartar, rósapipar, rjómaostakrem, hunangspestó, plantain bananar

Laxa tiradito

Laxa sashimi, sesamponzu, eldpipar macha, sesamfræ, graslaukur

&

Tígrisrækjur tempura

Djúpsteiktar tígrisrækjur risarækjur, salsa verde, jalapenjódýfa

Philipponnat Royale réserve Non doséNánari upplýsingar hér.

————-

Túnfisks ceviche

Túnfiskur, ástaraldin- og sítrusdressing, rauðlaukur, vorlaukur, vatnsmelóna, kasjúhnetur, granatepli

Charles Heidsieck Réserve roséNánari upplýsingar hér.

————-

Þorskur í sætri miso

Léttsaltaður þorskhnakki í miso og mirin-marineringu, sítrónugrasfroða, kryddjurtaolía, svört sítróna

Philipponnat Blanc de noir 2018Nánari upplýsingar hér.

————–

Kolagrillað Kálfa Ribeye

Auglýsingapláss

Kolagrillað kálfa ribeye, kartöflukaka, seljurót, miso sætkartöflumauk, nautasoðgljái

Piper-Heidsieck Brut roséNánari upplýsingar hér.

————–

Origami fuglinn Vanillumús með epla- og fáfnisgrassfyllingu, heslihnetupralínbotni og kókos gelato

Matseðill 14.990 á mann

Kampavínspörun 14.990 á mann

Borðabókanir á Dineout.is hér.

Mynd: facebook / Monkeys & Kokteilbarinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið