Viðtöl, örfréttir & frumraun
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
Veitingastaðurinn Monkeys verður með PopUp á Hótel Vesturlandi helgina 24. og 25. janúar næstkomandi.
„Við á Hótel Vesturlandi ætlum að byrja árið með trompi og fáum til okkar PopUp frá hinum margrómaða veitingastaðnum Monkeys.“
Sagði Halldóra Guðjónsdóttir framreiðslumaður og hótelstjóri á Hótel Vesturlandi.
Hótel Vesturland er staðsett í Borgarnesi. Á hótelinu eru 81 herbergi, fundarsalur, spa, líkamsrækt, bar og glæsilegur veitingastaður, Nes Brasserie.
Matreiðslumaðurinn Snorri Grétar kemur með hóp matreiðslumanna frá veitingastaðnum Monkeys í Reykjavík. Boðið verður uppá framandi signature 6 rétta seðil sem er undir áhrifum frá svokallaðri Nikkei matreiðslu þar sem japanskar martreiðsluhefðir blandast við perúískar.
Monkeys er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Nikkei matreiðsla er heiti á matargerðinni sem ræður ríkjum á staðnum. Hún á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli.
Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð s.s. virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda. Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt.
Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni blandað kryddtöfrum frá Perú.
„Minnum fólk á að vera tímanlega í að bóka borð þar sem spennan er mikil og það bókast vel á viðburðinn,“
sagði Halldóra að lokum.
Hægt er að bóka í gegnum Dineout.is með því að smella hér.
Heimasíða hótelsins: www.hotelvesturland.is
Hótel Vesturland
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?