Vertu memm

Markaðurinn

Steikarsamloka með sinnepssósu, pikkluðum rauðlauk og marmara

Birting:

þann

Steikarsamloka með sinnepssósu, pikkluðum rauðlauk og marmara

Við kynnum til leiks Marmara. Marmari er tvílitur og töfrandi cheddar ostur sem setur skemmtilegan svip á ostafjölskylduna.

Marmari er þéttur í sér, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur á bragðið með vott af beikon- og kryddjurtarbragði, fullkominn í matargerð.

Steikarsamloka með sinnepssósu, pikkluðum rauðlauk og marmara

(Fyrir tvo)

250 g nautasteik elduð eftir smekk

Marmari frá Ostakjallaranum

Grænt salat

Baguette brauð

Fyrir pikklaðan rauðlauk:

1 rauðlaukur

1 dl hvítvínsedik

½ dl heitt vatn

1 tsk. salt

1 tsk. sykur

Sinnepssósa:

3 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn

2 msk. ólífuolía

1 msk. hunang

1 msk. dijon sinnep

1 msk. sætt sinnep

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á að gera pikklaðan rauðlauk. Sneiðið laukinn mjög þunnt, setjið í skál og bætið restinni af hráefnunum saman við. Látið liggja við stofuhita í hálftíma.
  2. Gerið því næst sinnepssósuna. Pískið öllum innihaldsefnum saman í skál og smakkið til.
  3. Kljúfið baguette brauðið í tvennt og leggið sneiðar af marmara ofan á hvorn helming. Hitið ofn á grillstillingu og setjið sneiðarnar undir grillið þar til osturinn bráðnar. Fylgist með brauðinu allan tímann, þetta tekur u.þ.b 3-5 mínútur.
  4. Sneiðið nautasteikina eins þunnt og þið getið og setjið samlokuna saman. Leggið kjöt ofan á ostaþakið brauðið, því næst vel af grænu salati, pikkluðum lauk og nóg af sinnepssósunni og leggið svo hinn helminginn af ostabrauði ofan á. Berið fram strax.

Skoða nánar á www.gottimatinn.is

Steikarsamloka með sinnepssósu, pikkluðum rauðlauk og marmara

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið