Uppskriftir
Sjúklega góð Hunangskaka
Kakan
- 150 gr smjör
- 200 gr púðursykur
- 3 stk egg
- 250 gr hveiti
- 150 gr hunang
- 2 tsk lyftiduft
- 2 tsk brúnkökukrydd
Krem
- 150 gr smjör
- 150 gr flórsykur
- 2 eggjarauður
Flórsykur til að strá yfir kökuna í lokin
Aðferð
Smjöri og sykri er hrært saman með K-járni úr hrærivélinni. Eggjunum er þar á eftir bætt saman við . Bætið svo öllum öðrum hráefnum út í og hrærið þar deigið er vel blandað.
Skiptið blöndunni í tvö 24 cm hringform og bakið við 175 gráður á blæstri í 20 mínútur.
Kremið
Smjöri og flórsykri er hrært saman þar til það er orðið létt og ljóst, þá er eggjarauðum bætt út í hrært saman við þar til vel blandað. Setjið kremið á milli kældra botnana og stráið flórsykri létt yfir kökuna áður en hún er borin fram.
Verði ykkur að góðu
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari. Fylgist með á instagram hér.

-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag