Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sælkeraveisla í Ýdölum með verðlaunahöfum í Arctic Challenge
Arctic Challenge í samvinnu við Þingeyjarsveit standa fyrir sælkeraveislu í Ýdölum. Um er að ræða tvö kvöld og verða í boði um fimmtíu sæti hvort kvöld.
Sindri Freyr Ingvarsson matreiðslumaður, sigurvegari Arctic Chef 2024, sér um að matreiða dýrindis krásir úr hráefni sem að magninu til kemur úr héraðinu.
Elmar Freyr Arnaldsson, framreiðslumaður, sem lenti í öðru sæti í Arctic Mixologist 2024, mun sjá um vínpörun ásamt því að bjóða upp á kokteilinn sem að landaði honum öðru sætinu í keppninni.
Matseðill:
Taðreyktur silungur frá Geiteyjarströnd
soðbrauð – hvönn – broddkúmen – sýrður rjómi
Kartöflur frá Vallakoti
skessujurt – Feykir ostur – sinnepsfræ
Bleikja frá Haukamýri
súrmjólk – piparrót – gúrka frá Hveravöllum – rúgbrauð frá Bjarnaflagi
Ærfilé frá Hriflu
ærhjörtu frá Hriflu – grænkál frá Vallakoti – hamsatólgur frá Stóruvöllum
Skyrmús frá Hriflu
sýrð krækiber – aðalbláber – karamella – kerfill (ber tínd úr héraði)
Kokteilaseðill:
Stóruvellir Spritz
rabbarbarasíder – eldblóm – stikkilber
Wake up call
Arctic Mixologic kokteill 2024
kryddjurtalegið vodka – aperol, sætur vermouth, espresso infused
Skútustaðar-Sveppur
sveppalegið viskí – rúgbrauðsbjórssýróp frá Mývatnsöl – kakó bitter
Ýdalir mojito
romm – myntulíkjör – mjaðjurtarsýróp – hundasúra – lime
Miðaverð: 8.990 – 14.990 kr.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt12 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






