Viðtöl, örfréttir & frumraun
Spænski Michelin kokkurinn Oscar De Matos er gestakokkur á Tapasbarnum
Michelin kokkurinn Oscar De Matos er gestakokkur á Tapasbarnum þessa dagana, en herlegheitin hefjast í kvöld miðvikudaginn 4. september og stendur yfir til laugardagsins 7. september.
Flottur 7 rétta seðil að hætti Oscars verður í boði á 10.900 kr. á mann eða með vínpakka á 21.800 kr.
Matseðillinn
Túnfiskur „toro“ með sobrasada, harissa og appelsínu
Hörpuskel með kolrabhi dashi, guanciale shiso-laufum og ólífuolíu
Lúða með gerjuðum apríkósum og apríkósu-kosho með fíkjuolíu og kavíar
Lynghæna með guanciale, kjúklingaseyði, kirsuberjasteinaolíu og gul plómutartar
Grillaður humar með möndlum, kavíar og chorizo beurre blanc
Dádýralund með kínakáli, sveppum og xo-sósu
Kardimommuís með oolong froðu, berjacompote og pipar
Oscar de Matos er einn af frumkvöðlum matarsenunnar í Lucerne, en hann er uppalin á Spáni og í Portúgal. Þegar hann var 17 ára fékk hann tækifæri til að læra á hinum goðsagnakennda veitingastað “El Bulli”.
Matreiðsla hans er litrík blanda af uppvaxtarárum hans á Spáni og áhrifum af ferðalögum hans á austari slóðir. Hann hefur starfað í Swiss í yfir 20 ár og árið 2018 opnaði hann sinn eigin veitingastað, ásamt Nadine Baumgartner, og fékk bæði Michelin stjörnu og viðurkenningu GaultMillau, eins virtasta matartímariti heims.
Eftir 5 ár ákváðu Oscar og Nadine að vinda kvæði sínu í kross, ferðast og taka þátt í pop up viðburðum.
Þau vinna nú að opnun nýs og spennandi veitingastaðs í Zuric.
Bókaðu borð á Dineout með því að smella hér.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars