Viðtöl, örfréttir & frumraun
Grilldrottningin fagnar 1. árs afmæli – Inga Katrín: „Eftir margar hugmyndir og mikla kátínu varð nafnið „Grilldrottningin“ fyrir valinu“
Heimasíðan Grilldrottningin.is fagnar þessa dagana 1. árs afmæli, en vefurinn er íslensk netverslun sem býður upp á fjölbreytt úrval af grillvörum, bakstursvörum, og tengdum matreiðsluáhöldum.
Eigandi vefsins er Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem Grilldrottningin. Vefsíðan er einföld og notendavæn, þar sem hægt er að skoða sérvaldar vörur sem henta bæði til grillunar og baksturs. Einnig er boðið upp á uppskriftir og leiðbeiningar fyrir matargerð, með áherslu á gæði og sérvaldar vörur.
Ef Instagram færslan birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
View this post on Instagram
Inga Katrín er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur hjá Upplýsingatæknideild Landsbanka Íslands.
„Það var á sunnudagseftirmiðdegi og ég var eins og oft áður að undirbúa grillveislu fyrir fjölskylduna. Dóttir mín fór að ítreka við mig hvort ég ætli ekki að fara að láta verða að þvi að deila uppskriftunum mínum á netinu.
Á meðan ég hrærði í marineringunni þá rifjaðist upp fyrir mér hversu oft gömlu samstarfsfélagar mínir í Lettlandi höfðu verið að hvetja mig til að opna veitingastað og hversu oft ég hafði verið að senda þeim, vinum og vandamönnum uppskriftirnar mínar.
Fólk hafði smakkað réttina mína í grillveislum sem mér finnst svo gaman að halda og sáu í mér einhverja „grilldrottningu“ sem gæti staðið fyrir einhverju meiru.
Ég áttaði mig á því að þetta væri alls ekki svo vitlaus hugmynd og best væri bara að drífa í þessu með því að stofna Instagram og Facebook síðu. Það kviknuðu líflegar umræður um hvað ætti að láta síðuna heita.
Eftir margar hugmyndir og mikla kátínu varð nafnið „Grilldrottningin“ fyrir valinu.“
Sagði Inga Katrín hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um hvernig það kom til að halda úti öflugum grillvef.
Á meðan maturinn mallaði á grillinu var stofnuð Facebook og Instagram síða og að veislunni lokinni var allt tilbúið til að setja inn fyrstu uppskriftirnar.
Thai kjúklingaspjót
Marinering
Innihald:
3-4 kjúklingabringur
1 matskeið thai red curry paste
1 bolli kókosmjólk
2 msk soyja sósa
1 msk Hot Honey
2 pressaðir hvítlauksgeirar
Safi úr 1 lime
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Skerið bringurnar í strimla og setjið í marineringua. Geymið í ísskáp í að minnsta kosti 1 klukkutíma. Þræðið upp á spjót og grillið þar til kjúklingurinn nær 70 gráðum. Látið hann svo hvíla í 6-10 mínútur.
Berið fram með salatblöðum, baunaspírum, hraslauk og hnetusmjörsósu.
Hnetusmjörsósa
Innihald:
1/2 bolli hnetusmjör
1/4 bolli kókosmjólk
2 msk soyja sósa
1 msk hot honey
1 msk lime safi
1 tsk red curry paste
1 tsk rifið engifer
Vatn eftir þörfum til að þynna sósuna
Aðferð:
Maukið saman í mixara eða með töfrasprota
„Eftir að hafa gert nokkur „reels“ með grill og brauðbakstri var komin sú staða að bökunarensímin mín sem ég hafði tekið með mér frá Lettlandi voru að klárast og ég ætlaði einfaldlega að panta meira af þeim frá Danmörku, þá kom í ljós að verslunin sendir ekki til Íslands.“
Inga Katrín dó ekki ráðalaus og ákvað því að taka málin í sínar hendur og hafði samband við söluaðilann í Danmörku til að kanna hvort hún gæti ekki gerst endursöluaðili á íslandi. Heildsalan tók því fagnandi að Inga Katrín ætlaði að setja upp vefverslun á íslandi og bjóða upp á bökunarensímin. Inga Katrín leggur mikla áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu.
Vinna við að setja upp vefverslunina Grilldrottningin.is hófst og ákvað Inga Katrín að þar myndi hún líka deila uppskriftum.
„Ég hugsaði með mér að þar sem ég væri nú þegar byrjuð á þessu þá gæti ég líka boðið upp á fleiri vörur sem ég hafði verið að nota en voru ekki fáanlegar á íslandi, eins og SmokePins fyrir kaldreykingu og Sweet Heat Hot Honey.
Þannig varð Grilldrottningin til – úr eldmóði, ástríðu fyrir góðum mat og dálítilli fyrirhyggju. Nú er ég bæði með vefverslun og samfélagsmiðla þar sem ég get deilt öllum mínum uppáhalds uppskriftum og grilltrixum. Grilldrottningin hefur loksins fengið sinn réttmæta sess.“
Einhverjar nýjungar framundan?
„Ég er stöðugt að vinna að því að auka vöruúrvalið og koma með nýjungar, það er ýmislegt í undirbúningi sem ekki er hægt að gefa upplýsingar um eins og er, en fyrir áhugasama þá má skrá sig á póstlista hjá Grilldrottningunni til að vera fyrstur að fá upplýsingar um nýjar vörur.
Nýjustu vörunar sem eru nú þegar komnar í sölu eru sérhannaðar svuntur, og hnífatöskur úr leðri. Núna á næstu dögum mun bætast við ný týpa af leðursvuntu.
Einnig var ég að fá sérhannaða leður vinnutösku, sem tengist að vísu ekki veitingageiranum en frábær til að þvælast með fartölvuna, vatnsbrúsann og aðra hluti sem maður þarf að hafa við höndina á skrifstofunni.“
Mest selda varan hjá þér?
Mest seldu vörurnar eru þráðlaus bluetooth hitamælir sem þú tengir við app í símanum og Kockums steikarbretti sem hægt er að nota á allar gerðir af helluborðum, á grillið eða yfir opin eld.
Myndir: aðsendar / grilldrottningin.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi