Markaðurinn
Lambakonfekt með ristuðu kartöflusalati og rauðlauki með fetaosti
Hráefni
- 850 g lambakonfekt
- 80 ml kókósmjólk
- 60 g rautt karrímauk
- 1 msk. límónusafi
- 1 tsk. sjávarsalt
- ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
- límónusneiðar,til að bera fram með
Setjið kókosmjólk, karrímauk, límónusafa, salt og pipar í skál og blandið saman. Bætið kjötinu út í blönduna og nuddið saman við. Setjið til hliðar í 15 mín. Hitið grillpönnu eða aðra pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Steikið lambið í 4-5 mín. á hvorri hlið og berið fram með límónusneiðum til að kreista örlítið yfir kjötið, ásamt kartöflusalati og grilluðum rauðlauk.
Ristað kartöflusalat
- 1,5 kg kartöflur, gott er að nota möndlukartöflur
- 2 msk. ólífuolía
- 1-2 tsk. sjávarsalt
- ½ -1 tsk. nýmalaður svartur pipar
- 200 g 36% sýrður rjómi
- 2 msk. gróft sinnep
- 60 ml vatn
- hnefafylli dill,skorið gróflega
Sjóðið kartöflurnar í 8-10 mín. Hellið frá vatninu og skerið í tvennt. Setjið á bakka, penslið með olíu og saltið og piprið, í 180°C heitan ofn í 10 mín. Setjið sýrðan rjóma, sinnep, vatn, ½ tsk. salt og ¼ tsk. pipar í skál og blandið saman. Setjið kartöflurnar á fat og hellið sósunni yfir. Sáldrið yfir örlitlu salti og pipar ásamt dilli.
Rauðlaukur með fetaosti
- 2 rauðlaukar, afhýddir og skornir í þykkar sneiðar
- 1 msk. ólífuolía
- 1-2 tsk. sjávarsalt
- ½ -1 tsk. nýmalaður svartur pipar
- 60 ml hunang
- ¼ tsk. cayenne-pipar
- u.þ.b. 120 g fetaostur, hreinn
- 3-4 msk. pekanhnetur, ristaðar
- 2 msk. graslaukur, gróft skorinn
Setjið laukinn í skál með köldu vatni og látið standa í 10-15 mín. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Sigtið vatnið frá og þerrið laukinn. Dreypið ólífuolíu yfir laukinn og sáldrið yfir salti og pipar. Grillið laukinn í 15-20 mín. eða þar til hann er hefur náð góðum lit að utan og er mjúkur að innan.
Á meðan laukurinn er að eldast setjið hunang, cayenne-pipar og ¼ tsk. salt í litla skál og blandið saman. Setjið laukinn á fat og sáldrið yfir fetaosti, pekanhnetum og graslauk.
Dreypið því næst sósunni yfir og berið fram.
Uppskrift frá www.icelandiclamb.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu