Markaðurinn
Sumarleg formkaka – Sítrónu og bláberja formkaka
200 g sykur
börkur af einni sítrónu
120 g smjör, brætt
2 egg
½ tsk salt
2 tsk lyftiduft
200 g hveiti
1 dl grísk jógúrt
1 tsk vanilludropar
2 msk sítrónusafi
2,5 dl bláber
Glassúr
2 dl flórsykur
2-3 msk sítrónusafi
Aðferð:
Stillið ofn á 180°c. Setjið sykur í hrærivélarskál og rífið sítrónubörkinn saman við. Nuddið honum létt saman við sykurinn með fingrum. Bræðið þá smjör og blandið saman við sykurinn, hrærið í 3-5 mín saman þangað til að blandan er orðin ljós. Bætið þá eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel.
Bætið þá salt, lyftidufti og hveiti saman við og hrærið. Þá er grísku jógúrtinni, vanilludropum og sítrónusafa bætt við og hrært saman.
Setjið bláberin í skál með smá hveiti og blandið saman með skeið þangað til að berin eru hjúpuð hveiti og bætið þeim saman við deigið og hrærið þeim saman með sleikju.
Setjið bökunarpappír í formkökuform og hellið deiginu í formið. Sléttið úr að því að ofan og setjið inn í ofn og bakið í 55-60 mín.
Gott er að stinga prjón eða hníf í kökuna og þegar prjóninn kemur hreinn út er kakan klár.
Blandið saman flórsykri og sítrónusafa og hellið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað lítillega.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill