Markaðurinn
Hefur þú prófað að þeyta Ostakubb? – Grískur kjúklingur með þeyttum ostakubb
Innihald
1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
4 hvítlauksgeirar
100 ml ólífuolía
Börkur af einni sítrónu, rifinn
Safi úr einni sítrónu
1 msk. dijon sinnep
2 msk. hunang
1 ½ tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
½ tsk. origano
½ tsk. chilliflögur
Þeyttur ostakubbur
250 g ostakubbur frá MS
60 g rjómaostur
2 msk. ólífuolía
Börkur af hálfri sítrónu
Safi af hálfri sítrónu
½ tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
Meðlæti
Litlir tómatar
Sítróna
Ferskur Kóríander
Ferskur graslaukur
Aðferð
- Setjið kjúklinginn í skál og setjið til hliðar. Blandið öllu saman fyrir marineringuna í skál þar til allt hefur blandast vel saman og hellið henni yfir kjúklinginn. Hrærið öllu vel saman þannig marineringin fari vel yfir allan kjúklinginn. Látið liggja í marineringu í 2 klst.
- Gott er að taka kjúklinginn út 20 mínútum áður en á að grilla hann. Grillið kjúklinginn þar til hann er orðinn fulleldaður.
- Skerið ostakubbinn í litla bita og setjið í skál ásamt rjómaosti, ólífuolíu, sítrónu og sítrónuberki, salti og pipar. Maukið allt saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til ostablandan verður orðin mjúk og slétt.
- Smyrjið þeytta ostakubbinum á fat og leggið grillaðan kjúklinginn yfir hann. Skerið niður litla tómata og raðið meðfram kjúklingnum ásamt sítrónusneiðum. Gott er að hella smá ólífuolíu yfir allt saman og krydda með ferskum kóríander og graslauk.

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði