Starfsmannavelta
Hundrað milljónir töpuðust í gjaldþrotinu hjá Héðni Kitchen og Bar
Skiptalok hafa orðið í þrotabúi félagsins Héðinn veitingar ehf. Lýstar kröfur voru um 105,5 milljónir króna en um þrjár og hálf milljón króna fékkst upp í kröfur. Tilkynning um þetta er birt í Lögbirtingablaðinu í gær sem að dv.is vakti athygli á.
Félagið rak veitingastaðinn Héðinn Kitchen & Bar, að Seljavegi 2 í Reykjavík. Skráður eigandi að Héðni Veitingum ehf. er Karl Viggó Vigfússon (kallaður Viggó) en félagið var úrskurðað gjaldþrota 25. janúar 2023.
DV hafði samband við Viggó í tilefni af skiptalokunum en vildi hann ekki tjá sig um málið. Hann gat þó staðfest að Héðinn Kitchen & Bar er ekki lengur opinn. Viggó hefur verið viðriðinn rekstur nokkurra veitingastaða í borginni við góðan orðstír, m.a. Black Box Pizza og Amber & Astra.
Mynd: Héðinn Kitchen and Bar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars