Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Vilt þú taka þátt í Norðurlandaþingi í Herning? Boðið er upp á fríar ferðir, hótel og uppihald

Birting:

þann

Ungkokkar 2014

Stjórn KM með Viðburðar- og nýliðunarnefnd í forsvari er að leita að tveimur fulltrúum til að taka þátt í norrænu samstarfi á Norðurlandaþinginu í Herning dagana 16.- 19. mars næstkomandi.  Fulltrúarnir munu taka þátt í starfi ungliða í Herning sem meðal annars felst í að leysa hópverkefni, kynna land og þjóð ásamt því að mynda tengslanet við frændþjóðir okkar.

Að auki fara fram fjölmargar skemmtilegar keppnir í Herning þessa daga, m.a. keppnin um matreiðslumann Danmerkur, keppnin Matreiðslumaður Norðurlanda og stærsta hótel-og matvælasýning Norðurlandanna.

Allur kostnaður við ferðir, hótel og uppihald er greiddur af KM og NKF.

Þeir sem hafa áhuga geta fengið nánari upplýsingar á heimasíðu KM.

 

Mynd: chef.is

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið